Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 69

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 69
64 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 hliðarathugun meðal foreldra og kennara. Fylgnin á milli svara barnanna annars vegar og foreldra og kennara hinsvegar fyrir hverja spurningu var á bilinu 0,30 – 0,76, miðgildið var 0,6 sem telst viðunandi (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra 1997; Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000). Seinni athugunin á þekkingu ungs fólks á íslenskri menningu var gerð skólaárið 1993–94 með spurningalistum í skólum. Þátttakendur voru grunn- og framhalds- skólanemar, alls 299 ungmenni á aldrinum 12–18 ára. 59% voru úr Reykjavík, 24% af Norðurlandi og 17% frá Suð- urnesjum. Mikið var vandað til við gerð spurningalistans, sem varð bæði að ná til þekkingar þeirra sem vissu minnst og mest. Fyrst var megnið af kennsluefni í íslensku á grunn- og framhaldsskólastigi innihaldsgreint, þá nýttum við fyrri athugunina til að vita hvað væri lesið utan skólans og loks fengum við reynda grunn- og framhaldsskólakennara í íslensku og sagnfræði til að búa til spurningarnar með okkur. Á listanum voru 75 krossaspurning- ar á 7 efnissviðum: Norræn goðafræði, íslenskar þjóðsögur, Íslendingasögur, íslenskar samtímabókmenntir, Íslandssaga, íslensk list og almenn þekking. Þessir flokkar þóttu allir mikilvægir út frá skilgreining- unni (MacLaren, 1988) á menningarlæsi. Innra réttmæti listans var kannað, og reyndist hæst fyrir goðafræðiatriðin (Chronbach alpha 0,68) og lægst fyrir þjóðsögur (Chronbach alpha 0,36) (sjá nánar í Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1998; einnig Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000, 2005a). • 2001–2003 voru gerðar eigindlegar at- huganir á grunn-, framhalds- og háskóla- nemum til að fara dýpra í upplifun ein- staklinga á mikilvægi lesturs og íslenskrar menningar (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 2004a, 2004b; Guðný Guð- björnsdóttir, 2005a) . • 2005 var gerð athugun á fullorðnu fólki á þrítugs- og fimmtugsaldri (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2005c), auk þeirrar meg- indlegu athugunar á nemum í 10. bekk sem hér var fyrst greint frá. Í þessum athugunum er byggt á sama spurningalistanum, samanber kaflann um aðferð. Ákveðið var að gera símakönnun, ekki síst vegna þekkingarspurninganna. Hringt var á tímabilinu nóvember 2004–janúar 2005. Þátttakendur í könnuninni á fullorðna fólk- inu voru (a) 100 einstaklingar á aldrinum 25–30 ára og (b) 100 einstaklingar á aldrinum 45–50 ára. Starfsfólk Félagsvísinda- stofnunar sá um val á úrtaki a og b úr þjóðskrá og framkvæmdi könnunina. Miðað var við að ná 100 svörum úr hvorum aldurshópi og var gagnaöflun hætt eftir að því marki var náð. Þá hafði verið hringt í 340 einstaklinga. Eftir að dregnir voru frá þeir sem voru búsettir erlendis, látnir eða veikir var svörunin 63%. Íslenskar rannsóknir á lestri og lestrarvenjum ungs fólks hafa verið tíundaðar í fyrri rannsóknum höfundar og verða notaðar hér til samanburðar, m.a. rannsóknir Þorbjörns Broddasonar (2005) á 10–15 ára börnum í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Þær benda til að lestur bóka fari enn minnkandi og að vaxandi hópur lesi lítið sem ekkert af bókum: Árið 2003 höfðu 33% barnanna ekki lesið neina bók s.l. 30 daga, en þessi tala var 27% 1997, 18% 1991 og 11% 1968. Meðalfjöldi bóka sem lesinn var á 30 dögum var 1,8 árið 2003, en 2,7 árið 1997, 2,8 árið 1991 og 3,9 árið 1968. Þá er athyglisvert að sjónvarpsnotkun pilta virðist minnka frá 1997– 2003 úr rúmlega 13 í 12 klst. á viku á meðan sjónvarpsnotkun stúlkna jókst um rúmlega 2 stundir á sama tímabili, úr rúmlega 11 klst. í 13. Á sama tíma jókst tölvunotkun og hlutfall þeirra sem nota internetið heima daglega fór úr 19% 1997 í 47% 2003 (Þorbjörn Broddason, 2005). Fyrirliggjandi rannsóknir á því hvaða bækur eru lesnar og á þekkingu á efni bókanna eru aðallega rannsókn Símonar J. Ágústssonar (1976) frá 1965 og fyrri rannsóknir höfundar og Sergio Morra (1997, 1998) frá 1993. Ekki Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.