Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 69
64
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
hliðarathugun meðal foreldra og kennara.
Fylgnin á milli svara barnanna annars
vegar og foreldra og kennara hinsvegar
fyrir hverja spurningu var á bilinu 0,30 –
0,76, miðgildið var 0,6 sem telst viðunandi
(Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra
1997; Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000).
Seinni athugunin á þekkingu ungs fólks
á íslenskri menningu var gerð skólaárið
1993–94 með spurningalistum í skólum.
Þátttakendur voru grunn- og framhalds-
skólanemar, alls 299 ungmenni á aldrinum
12–18 ára. 59% voru úr Reykjavík,
24% af Norðurlandi og 17% frá Suð-
urnesjum. Mikið var vandað til við gerð
spurningalistans, sem varð bæði að ná
til þekkingar þeirra sem vissu minnst og
mest. Fyrst var megnið af kennsluefni í
íslensku á grunn- og framhaldsskólastigi
innihaldsgreint, þá nýttum við fyrri
athugunina til að vita hvað væri lesið utan
skólans og loks fengum við reynda grunn-
og framhaldsskólakennara í íslensku og
sagnfræði til að búa til spurningarnar með
okkur. Á listanum voru 75 krossaspurning-
ar á 7 efnissviðum: Norræn goðafræði,
íslenskar þjóðsögur, Íslendingasögur,
íslenskar samtímabókmenntir, Íslandssaga,
íslensk list og almenn þekking. Þessir flokkar
þóttu allir mikilvægir út frá skilgreining-
unni (MacLaren, 1988) á menningarlæsi.
Innra réttmæti listans var kannað, og
reyndist hæst fyrir goðafræðiatriðin
(Chronbach alpha 0,68) og lægst fyrir
þjóðsögur (Chronbach alpha 0,36) (sjá nánar
í Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra,
1998; einnig Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000,
2005a).
• 2001–2003 voru gerðar eigindlegar at-
huganir á grunn-, framhalds- og háskóla-
nemum til að fara dýpra í upplifun ein-
staklinga á mikilvægi lesturs og íslenskrar
menningar (Guðný Guðbjörnsdóttir og
Sergio Morra, 2004a, 2004b; Guðný Guð-
björnsdóttir, 2005a) .
• 2005 var gerð athugun á fullorðnu fólki
á þrítugs- og fimmtugsaldri (Guðný
Guðbjörnsdóttir, 2005c), auk þeirrar meg-
indlegu athugunar á nemum í 10. bekk sem
hér var fyrst greint frá. Í þessum athugunum
er byggt á sama spurningalistanum,
samanber kaflann um aðferð. Ákveðið
var að gera símakönnun, ekki síst vegna
þekkingarspurninganna. Hringt var á
tímabilinu nóvember 2004–janúar 2005.
Þátttakendur í könnuninni á fullorðna fólk-
inu voru (a) 100 einstaklingar á aldrinum
25–30 ára og (b) 100 einstaklingar á aldrinum
45–50 ára. Starfsfólk Félagsvísinda-
stofnunar sá um val á úrtaki a og b úr
þjóðskrá og framkvæmdi könnunina. Miðað
var við að ná 100 svörum úr hvorum
aldurshópi og var gagnaöflun hætt eftir að
því marki var náð. Þá hafði verið hringt í
340 einstaklinga. Eftir að dregnir voru frá
þeir sem voru búsettir erlendis, látnir eða
veikir var svörunin 63%.
Íslenskar rannsóknir á lestri og lestrarvenjum
ungs fólks hafa verið tíundaðar í fyrri
rannsóknum höfundar og verða notaðar hér
til samanburðar, m.a. rannsóknir Þorbjörns
Broddasonar (2005) á 10–15 ára börnum í
Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Þær benda til að lestur bóka fari enn minnkandi
og að vaxandi hópur lesi lítið sem ekkert
af bókum: Árið 2003 höfðu 33% barnanna
ekki lesið neina bók s.l. 30 daga, en þessi
tala var 27% 1997, 18% 1991 og 11% 1968.
Meðalfjöldi bóka sem lesinn var á 30 dögum
var 1,8 árið 2003, en 2,7 árið 1997, 2,8 árið
1991 og 3,9 árið 1968. Þá er athyglisvert að
sjónvarpsnotkun pilta virðist minnka frá 1997–
2003 úr rúmlega 13 í 12 klst. á viku á meðan
sjónvarpsnotkun stúlkna jókst um rúmlega 2
stundir á sama tímabili, úr rúmlega 11 klst. í
13. Á sama tíma jókst tölvunotkun og hlutfall
þeirra sem nota internetið heima daglega fór úr
19% 1997 í 47% 2003 (Þorbjörn Broddason,
2005). Fyrirliggjandi rannsóknir á því hvaða
bækur eru lesnar og á þekkingu á efni bókanna
eru aðallega rannsókn Símonar J. Ágústssonar
(1976) frá 1965 og fyrri rannsóknir höfundar
og Sergio Morra (1997, 1998) frá 1993. Ekki
Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?