Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 70
65 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 liggja fyrir rannsóknir á viðhorfum til íslenskra bókmennta og íslenskrar menningar fyrir utan athugun höfundar á tveimur aldurshópum fullorðinna 2004–2005. Tekið er mið af þessum rannsóknum við gerð spurningalistans, til að samanburður verði mögulegur. Í þessari grein er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvaða sess hefur bóklestur í samanburði við internetnotkun, tölvuleiki, sjónvarp og aðrar tómstundir 15 ára unglinga í Reykjavík árið 2005? 2. Hvernig eru bóklestrarvenjur nemenda í 10. bekk nú í samanburði við jafnaldra þeirra fyrir rúmum áratug og fyrir 40 árum? 3. Hvaða bækur eru taldar bestar og hvaða sögupersónur eru eftirminnilegastar? 4. Kemur fram kynjamunur á læsi og hvernig birtist hann þá helst? 5. Bendir athugunin til að verulegar breyt- ingar séu að eiga sér stað á menningar- læsi ungs fólks og á viðhorfum til íslenskrar menningar? Aðferð Gagnasöfnunin fyrir þennan áfanga rannsóknarinnar átti sér stað með spurninga- listaathugun vorið 2005. Þátttakendur Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk í tveimur skólum í Reykjavík. Markmiðið var að fá að minnsta kosti 100 einstaklinga í þessum aldurshópi, eins og í nýlokinni athugun höfundar á tveimur aldurhópum fullorðinna (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2005c), með breiðan félagslegan bakgrunn. Annar skólinn (A) er í mjög blönduðu hverfi, en hinn skólinn (B) er í einsleitara miðstéttarhverfi í Reykjavík. Þó að þátttakendur séu allir úr Reykjavík er bakgrunnur þeirra félagslega mjög breytilegur, enda skólarnir markvisst valdir þannig. Alls svöruðu 107 unglingar listunum, 52 drengir og 55 stúlkur eða allir nemar í 10. bekk sem viðstaddir voru í viðkomandi skólum þá daga í maímánuði sem athugunin var framkvæmd. Fjöldinn í úrtakinu og tímasetning fyrirlagnar réðst m.a. af því að mjög erfitt var að komast inn í skólana til að leggja fyrir spurningalista, m.a. vegna samræmdra prófa og mikils álags á 10. bekki vegna rannsókna, sem er vaxandi vandamál í menntarannsóknum yfirleitt (Gretar L. Marinósson, 2005). Þessi takmarkaði fjöldi leyfir ekki að niðurstöður séu alhæfðar yfir á 10. bekkinga yfirleitt, heldur er litið á niðurstöður sem vísbendingar um menningarlæsi nemenda í Reykjavík, sem rannsaka þarf nánar með stærra úrtaki. Mælitæki Ákveðið var að leggja spurningalista fyrir eins og í þeim athugunum sem stuðst er við til samanburðar. Við gerð spurningalistans var að hluta til byggt á orðalagi úr rannsókn Símonar Jóhannesar Ágústssonar (1976) og spurningalistum höfundar frá 1993 um viðhorf og lestur og tómstundavenjur annars vegar og þekkingu á íslenskri menningu hins vegar (sjá Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1997, 1998, 2000). Áreiðanleiki svara barnanna um lestrarvenjur var þá kannaður með því að spyrja einnig kennara og foreldra. Listinn um þekkingaratriði var gerður eftir að niðurstöður um lestrarvenjur lágu fyrir og eftir að námsbækur í íslensku höfðu verið innihaldsgreindar, í samvinnu við starfandi kennara í viðkomandi aldurshópi. Á listanum var 31 spurning alls. Þær spurningar sem fjallað er um í þessari grein eru efnislega eftirfarandi: Fyrst var spurt um lestravenjur og tómstundaiðkun, hversu oft þau færu á internetið; hversu oft þau færu í tölvuleiki og um tómstundir almennt. Þá var spurt hve margar bækur viðkomandi hefði lesið s.l. 2 vikur, hversu oft þau læsu tilteknar tegundir bóka (spennubækur, íslenskar þjóðsögur, Íslendingasögur, íslenskar skáldsögur eða smásögur fyrir fullorðna, erlendar skáldsögur eða smásögur fyrir fullorðna og að lokum í fræðslubókum um manninn, umhverfið, dýr, tækni eða annað), hversu oft þau ortu ljóð eða semdu sögur, Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.