Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 71
66
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?
hverjar væru þrjár bestu bækurnar sem þau
hefðu lesið um ævina og þrjár eftirminnileg-
ustu sögupersónurnar að þeirra mati, en þessar
spurningar eru samhljóða þeim sem Símon
J. Ágústsson (1976) notaði 1965, fyrir tíma
sjónvarpsins. Næst koma nýjar spurningar um
mat þeirra á mikilvægi þess að lesa fornsögur
og íslenskar bókmenntir og um viðhorf þeirra
til breytinga á íslenskri menningu. Að lokum
voru 10 spurningar, þar sem spurt var um ýmis
þekkingaratriði úr íslenskum bókmenntum:
Þrjár spurningar úr nútímabókmenntum, þrjár
úr Íslendingasögum, tvær úr þjóðsögum og tvær
úr norrænni goðafræði. Fjórir svarmöguleikar
voru skráðir fyrir hverja spurningu, þar sem
merkja átti við eitt svar. Efnisatriðin voru valin
af fyrri spurningalista frá 1993–1994 (Guðný
Guðbjörnsdóttir og Morra, 1998) en þá voru
þekkingarspurningar mun fleiri, enda athugun
á þekkingu þá aðalatriðið. Valin voru atriði sem
reyndust í meðallagi erfið 1994 og efnislega
viðeigandi 2005. Inntak spurninganna 10 má
sjá í 5. töflu.
Framkvæmd
Spurningalistarnir voru lagðir fyrir nemendur
af höfundi og aðstoðarkonu í maí 2005 í
kennslustofum bekkjanna í viðkomandi
skólum. Fyrirlögnin tók eina kennslustund.
Tölfræðileg úrvinnsla var gerð í samráði við
höfund af starfsfólki Félagsvísindastofnunar.
Hún byggist á svörum 100–107 þátttakenda,
þar sem sumir þátttakenda slepptu einstaka
spurningum, enda bent á að það væri heimilt,
svo og að sleppa því að svara listanum
yfirleitt. Gögnin voru greind með hliðsjón af
fyrirliggjandi rannsóknarspurningum.
Niðurstöður
Þar sem lestrarvenjur eru yfirleitt athugaðar
í samhengi við tómstundir almennt var það
samhengi kannað, samanber 1. mynd.
1. rannsóknarspurning: Tómstundavenjur
Sem fyrr er lestur ekki vinsælasta tómstunda-
iðjan sem nemendur í 10. bekk stunduðu
þennan mánuðinn og kynjamunur er áberandi,
þar sem helmingi fleiri stelpur (49%) en strákar
(25%) segjast verja hluta af tómstundum sínum
í lestur. Þar sem merkja mátti við marga
**p<0,01
1. mynd. Í hvað varðir þú tómstundum þínum helst s.l. mánuð? Svarhlutfall eftir kynjum.
28
42
49
35
49
60
76
27
25
60
56
75
62
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80%
Annað
Lestur**
Íþróttir/
heilsurækt**
Sjónvarp
Internet/
tölvunotkun
Vera með vinum/
fjölskyldu
Stelpur í 10. bekk Strákar í 10. bekk
*p<0,05; **p<0,01; ***p<0,001
1. mynd. Í hvað varðir þú tómstundum þínum helst s.l. mánuð? Svarhlutfall skipt eftir kynjum.
1. tafla. Hversu oft ferðu á internetið / í tölvuleiki? Svör nemenda í 10. bekk 2005, skipt eftir
kynjum. (N=107).
Internetið (%)
Alls Dr. St.
Tölvuleikir
(%)***
Alls Dr. St.
Aldrei/mjög sjaldan 0 0 0 32 12 52
Stundum 19 14 26 51 56 44
Daglega/oft á dag 81 86 74 17 32 4
Samtals 100% 100%
*p<0,05; **p<0,01; ***p<0,001
Formatted: English (U.K.)