Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 74
69 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 í 10. bekk lesa yfirleitt og það borið saman við sömu spurningu árið 1993. Spurt var hversu oft viðkomandi læsi ákveðnar tegundir bóka og hversu oft þau ortu ljóð eða semdu sögur. Svarmöguleikarnir voru sex: aldrei, mjög sjaldan (1.- 2. á ári), stundum, einu sinni til tvisvar í mánuði, einu sinni til tvisvar í viku, nokkrum sinnum í viku (auk veit ekki/svarar ekki). Í 3. töflu er einungis horft til þeirra sem gerðu mest og minnst, þ.e. tveir fyrstu og tveir síðustu svarmöguleikarnir eru sýndir. Gildin fyrir miðsvarmöguleikana má finna með því að skoða hvað vantar upp á 100%. Ef litið er til mismunandi lesefnis í 3. töflu vekur athygli hve fáir lesa þjóðsögur og Íslendingasögur nú. Um 8% segjast lesa Íslendingasögurnar. Þetta er veruleg breyting frá því 1993, þá voru bæði færri sem lásu aldrei eða mjög sjaldan Íslendingasögur (20% þá en 92% nú) og þjóðsögur (29% þá og 83% nú) og mun fleiri sem gerðu það vikulega, einkum Íslendingasögurnar. Nemar í 10. bekk lesa nú oftast í spennu- bókum og fræðslubókum. Árið 1993 lásu þeir einnig oftast í fræðslubókum. Samkvæmt Kí- prófi er marktækur munur á milli mælinga 1993 og 2005 á lestri þjóðsagna, Íslendingasagna og fræðslubóka, í öllum tilvikum hefur hann minnkað. Í 4. töflu má sjá að meðal þeirra sem lesa aldrei eða mjög sjaldan eru drengir mun fleiri en stúlkur í öllum bókaflokkum, nema fræðslubókum. Taflan sýnir einnig að mun fleiri, bæði stúlkur og drengir, lesa aldrei eða mjög sjaldan bækur í öllum flokkum nú en árið 1993. Til samanburðar má minna á að enginn nemandi sagðist aldrei fara á internetið 2005, samanber 1. töflu. Mjög margir af báðum kynjum lesa aldrei eða mjög sjaldan þjóðsögur og Íslendingasögur 2005, sem er veruleg breyting frá 1993. Sömuleiðis eru mun fleiri af báðum kynjum sem ekki lesa fræðslubækur 2005, þó að það sé sá bókaflokkur sem flestir drengjanna lesa eitthvað. 3. rannóknarspurning: Bestu bækurnar og eftirminnilegustu persónurnar Þátttakendur voru beðnir um að nefna 3 bestu bækurnar sém þeir hefðu lesið um ævina. Margir titlar voru nefndir en langflestir nefndu eftirfarandi bækur eða bókaflokka: Harry Potter (40 tilnefningar), Hringadrottinssögu (26) og Engla alheimsins (25). Grafarþögn kom næst (8), síðan Eyðimerkurblómið (6) og DaVincy lykillinn (6). En hvaða bókarpersónur eru eftirminni- legastar? Spurt var: hverjar eru þrjár eftirminni- legustu bókarpersónurnar sem þú manst eftir. Margar persónur voru nefndar en eftirfarandi voru langvinsælastar: Harry Potter (43 tilnefningar), Páll í Englum alheimsins (18), Fróði í Hringadrottinssögu (8) og Erlendur lögga í bókum Arnalds Indriðasonar (7). Úr fornsögunum voru eftirfarandi nefndir: Njáll, Grettir, Gunnlaugur Ormstunga, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson. Allir fengu aðeins eina tilnefningu nema Gísli sem Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast? 4. tafla. Hlutföll beggja kynja í 10. bekk árið 2005 og 1993* sem aldrei eða mjög sjaldan lesa tiltekna bókaflokka. Drengir (%) Stúlkur (%) Bókaflokkur 1993 2005 1993 2005 Spennusögur 12 57 11 26 Þjóðsögur 34 88 25 77 Íslendingasögur 25 94 15 89 Íslenskar skáldsögur 51 85 29 44 Erlendar skáldsögur 51 76 30 42 Fræðslubækur 15 51 18 54 * Sjá Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra (1997).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.