Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 80

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 80
75 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 almennt eru mun jákvæðari en lestrarvenjurnar gefa tilefni til að ætla. Ráðandi sjónarmið er að Íslendingum beri að lesa þær vegna þess að þær eru menningararfur, gagnlegar eða fróðlegar. Hluti þátttakenda var þó þeirrar skoðunar að þeir hefðu ekki tíma til að lesa fornsögur eða bókmenntir almennt, þær kæmu að litlu gagni í lífinu og að þeir hefðu ekki áhuga á þeim. Einnig var það viðhorf sterkt meðal unga fólksins að lestur bæði fornbókmennta og bókmennta almennt eigi að fara eftir áhuga hvers og eins, áherslan á valfrelsi kom skýrt fram. Þá kom fram að yfir 90% þátttakenda úr 10. bekk telja að miklar breytingar hafi átt sér stað á íslenskri menningu vegna internetsins, hnattvæðingar og fleira og marktækt fleiri þeirra en hinna fullorðnu telja að tungumálið sé að breytast og að þessar breytingar leiði til minni áhuga á íslenskri menningu. En hvaða bækur voru taldar bestar og hverjar voru uppáhaldssögupersónurnar? Athyglisvert er að allar vinsælustu bækurnar, Harry Potter, Hringadrottinssaga og Englar alheimsins, hafa verið kvikmyndaðar. Erfitt er að meta hvort það er merki um að þarna séu vinsæl og góð verk á ferð eða hvort kvikmyndunin skýri vinsældirnar. Líklega á hvor tveggja við en það sýnir líka hvernig mismunandi miðlar tengjast. Segja má að það hafi komið fram nokkur eining í matinu á erlendum spennusögum. Líklegt má telja að þarna sé um tímabundnar vinsældir að ræða, samanber það að árið 1993 voru allt aðrir titlar og persónur nefndar hjá unga fólkinu (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2000; Guðný Guðbjörnsdóttir og Morra, 1997). Þá voru bækurnar eftir Enid Blyton mjög vinsælar og sambærilegar við Harry Potter nú. Það íslenska efni sem nokkur eining er um að sé gott núna er Sjálfstætt fólk, Íslandsklukkan, Njála og Englar alheimsins. Engin þessara bóka er alveg ný, en flestar hafa þær verið lesefni í grunn- og framhaldsskólum landsins, sem er oft vísasta leiðin til vinsælda og að teljast til þess sem á ensku kallast „canon“ (Howland, 1995) enda mikið vald sem felst í því að ákveða hvaða bækur eru námsefni í skólum (Paechter, 2000; Apple, 2000). Í ljós kom að langvinsælustu persónurnar Harry Potter, Páll í Englum alheimsins, Fróði í Hringadrottinssögu og Erlendur lögga voru allt karlar og úr fornsögunum komust fimm karlpersónur á blað og þrjár persónur Halldórs Laxness, þau Bjartur, Ólafur Kárason og Salka Valka. Árið 1993 var Jón Hreggviðsson vinsælasta persóna Halldórs Laxness, enda Íslandsklukkan þá lesin í 10. bekk. Það að mun færri kvenpersónur en karlpersónur voru nefndar sem uppáhaldspersónur og engin kvenpersóna bar af í vinsældum er áhyggjuefni og umhugsunarvert í ljósi umræðu um jafnrétti kynjanna og sýnileika þeirra í bókum, námsefni og menningarefni almennt. Það væri fróðlegt að vita hvað hefði gerst ef Harry hefði verið Helen! Fjórða rannsóknarspurningin var um kynjamun í læsi unga fólksins. Eins og 1993 virðast mun fleiri drengir en stúlkur lesa mjög sjaldan eða aldrei í öllum lesefnisflokkum nema fræðslubókum. Þá kom fram að stúlkur fara minna í tölvuleiki en piltar en ekki kom fram marktækur munur á internetnotkun kynjanna. Stúlkur og drengir lásu álíka mikið nú s.l. 2 vikur, en árið 1993 lásu stúlkur mun meira. Árið 1965 voru fleiri drengir en stúlkur sem lásu 2 eða fleiri bækur síðustu 2 vikur, en þar sem drengjahópurinn sem las lítið var stór lásu stúlkur að meðaltali nokkru meira en drengir 1965. Hvort breytingin á lestrarforskoti stúlkna nú skýrist af fyrirlagnatímanum eða einhverju öðru, t.d. aukinni sjónvarpsnotkun stúlkna (Þorbjörn Broddason, 2005), mikilli internetnotkun eða meira framboði á tómstundum almennt, m.a. SMS notkun, verður ekki fullyrt. En ljóst er að það virðist vera um 10 ára töf á „falli“ bókarinnar hjá stúlkum miðað við drengi. Ástæða er til að hugleiða stöðu drengja í 10. bekk í ljósi umræðu um vangengi ákveðins hóps drengja í skólum bæði hér og erlendis (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2005b; Carrington, 2004; Love og Hamston, 2003; Júlíus K. Björnsson, 2006; OECD, 2003). Þeir virðast taka nýju miðlunum opnum örmum, en lesa lítið af bókum. Spyrja má hvort skólinn er á Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.