Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 81

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 81
76 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast? eftir í áherslum sínum eða hvort hefðbundnu bóknámsáherslurnar muni óhjákvæmilega verða ráðandi þar áfram. Munu drengirnir áfram fá lægri einkunnir en stúlkur, en halda samt þjóðfélagslegu forskoti sínu eins og Ehrenreich (2006) spáir í nýlegum pistli? Hin mikla menntasókn kvenna og sú staðreynd að stúlkur nota internetið jafnmikið og drengir virðist góð vísbending um gott framtíðargengi stúlkna. Þó að þær fari minna í tölvuleiki þá virðist það ekki tengjast auknu menntunarstigi eins og notkun internetsins (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2005c). Hvort breyting er að verða á þessu, samanber það sjónarmið Carrington (2004) að tölvuleikir séu að verða æ flóknari og veiti því margs konar gagnlega samskiptaþjálfun, þarf að kanna betur í náinni framtíð eins og áherslur í nýjustu læsisrannsóknum kalla eftir (Rowan og félagar, 2002). Sama á við um hvað unga fólkið er að gera á internetinu, það er orðið brýnt að rannsaka það, bæði með tilliti til lestrar, kynjamunar og fleiri sjónarmiða. Í lokaspurningu rannsóknarinnar var spurt hvort athugunin benti til að verulegar breyt- ingar væru að eiga sér stað á menningarlæsi ungs fólks og á viðhorfum til íslenskrar menningar? Niðurstöðurnar benda til að 15 ára nemendur lesi nú minna í bókum en jafnaldrar þeirra áður og þeir séu meira í nýju miðlunum en eldri kynslóðirnar nú og jafnaldrar þeirra áður. Þá kemur fram vísbending um að þekking nemenda í 10. bekk á efni bókmennta fari minnkandi, að undanteknum þjóðsögum og goðafræði, ef marka má samanburðinn frá 1993 (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1998). Þar sem spurningalistarnir voru ekki alveg þeir sömu og um lítið úrtak er hér að ræða ber að líta á þetta sem vísbendingu sem kanna þarf nánar. Þegar þekking nemanna í 10. bekk 2005 var borin saman við þekkingu fólks á þrítugs- og fimmtugsaldri kom sambærilegt mynstur fram, þ. e. marktækur munur var á þekkingu þeirra og fullorðinna á fornsögum og íslenskum bókmenntum, en ekki á þjóðsögum og goðafræði. Líkleg skýring á því er að þjóðsögur og goðafræði virðast mest lesnar í skóla eða á barns- og unglingsárum og goðafræðin er efnislega skýrari heild og afmarkaðri en bókmenntir almennt (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 1997, 1998). Kynjamunurinn í lestri virðist minni en áður, hann er lítill í internetnotkun en mikill í tölvuleikjanotkun. Unga fólkið leggur mikið upp úr vali, að lesa eða gera það sem það hefur áhuga á og tíma til og sannarlega er úr fleiru að velja nú en áður. Þó að unga kynslóðin noti tölvurnar mikið þykir of sterkt að orði kveðið að um nýja manngerð (Shi Jinrui) sé að ræða á meðan óljóst er hvaða máli þessi tölvunotkun skiptir. Mikilvægt er því að rannsaka betur þá nýju færni eða gerð af læsi sem nýju miðlarnir veita, og að hvaða marki hún getur komið í staðinn fyrir þá færni sem lestur bóka hefur veitt. Læsi fólks er að breytast og mikilvægt er að rannsaka það nánar og að skólinn sé í takt við þær breytingar (Au og Raphel 2000; Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio Morra, 2004b; Katz og Rimon 2006; McCarthy og fleiri 2003; Rowan og félagar, 2002). Mikilvægt er að víkka út skilgreiningar á menningarlæsi og taka af alvöru mið af færni sem ungt fólk öðlast með nýju miðlunum, eins og SMS, tölvuleikjum, bloggi, samskiptum á netinu o.fl. Að einblína á bóknám eða bók- lestur er ekki í takt við tímann, það þykir sýna viðnám sem getur verið dýrkeypt. Sumir líta á það sem viðleitni ráðandi kynslóðar til að halda völdum og virðingarsessi þrátt fyrir kröfu um annað (Bourdieu, 1998; Carrington, 2004). Í skólakerfinu má sjá svipaðar áherslubreytingar, flestir menntaskólar og háskólar leggja mikla áherslu á texta og bóknám á meðan aðrir framhalds– og háskólar eru opnari fyrir tölvulæsi og myndmiðlum. Ýmsir (Love og Hamston, 2003; Millard, 1997, 2002; Young, 2003) hafa bent á leiðir til að nýta þessa nýju færni til að styrkja námsgengi drengja, með því að virkja þá sem gerendur í eigin læsi, í stað þess að hunsa tölvuáhuga þeirra bæði heima og í skólanum. Ný rannsókn á lestrarvenjum 8000 grunn- og framhaldsskólanema í Englandi sýnir að það sem nemendur telja að helst muni hvetja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.