Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 87
82 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Á hverju byggir þú þetta? Hvar eru gögnin? Viðtal við dr. Gerði G. Óskarsdóttur, fv. sviðsstjóra Menntasviðs og fræðslustjóra Reykjavíkur, um nýtingu rannsóknarniðurstaðna í stefnumörkun og þróunarstarfi Ragnar F. Ólafsson, Námsmatsstofnun og Kristín Jónsdóttir, Kennaraháskóla Íslands Ferill: Gerður G. Óskarsdóttir hefur doktorspróf í menntunarfræðum, með sérsvið í stjórnun menntamála og stefnumörkun, frá Kaliforníuháskóla í Berkeley sem er einn af virtustu háskólum í Bandaríkjunum. Hún hefur meistarapróf frá Bostonháskóla í námsráðgjöf og B.A.-próf í landafræði og þýsku frá Háskóla Íslands, auk kennslufræða og kennaraprófs frá Kennaraskóla Íslands. Gerður hefur stundað rannsóknir á sviði menntamála um árabil og hafa rannsóknir hennar m.a. snúist um skil menntunar og atvinnulífs, brottfall úr framhaldsskóla, færnikröfur í störfum og námsráðgjöf. Nýlega lét Gerður af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir rúmlega 10 ára starf, nú síðast sem sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar um eins og hálfs árs skeið, en í því fólst að hún var yfirmaður allra menntamála á vegum borgarinnar - leikskóla, grunnskóla, skólahljómsveita og fullorðinsfræðslu. Áður var Gerður fræðslustjóri Reykjavíkur í 9 ár. Á þessum árum hefur Gerður verið í forystu um stórstíga framþróun grunnskóla Reykjavíkur bæði hvað varðar ytri umgjörð og innra starf. Hún stýrði m.a. umfangsmiklu samráði og samstarfi við hagsmunaaðila um stefnumörkun borgarinnar í menntamálum og átti frumkvæði að því að safna tölfræðilegum upplýsingum um skólastarfið, m.a. með könnunum, úttektum og rannsóknum, svo byggja mætti ákvarðanir um framþróun á grunni upplýsinga. Gerður hafði áður víðtæka reynslu af störfum innan menntakerfisins. Hún var kennari á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, í fullorðinsfræðslu og í háskóla. Auk þess var hún um árabil skólastjóri og skólameistari gagnfræða- og framhaldsskóla í Neskaupstað, sem síðar nefndist Verkmenntaskóli Austurlands, og var kennslustjóri í kennslufræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Um tæplega þriggja ára skeið starfaði Gerður í menntamálaráðuneytinu sem ráðgjafi menntamálaráðherra og stýrði þá m.a. vinnu við stefnumörkun um þróun menntamála á öllum skólastigum, tók þátt í smíði laga og reglugerða, m.a. gerð fyrstu laga um leikskóla og endurskoðun grunnskólalaga, og stýrði nefndum um framhaldsskóla og iðnmenntun. Jafnhliða þessum störfum hefur Gerður stýrt eða setið í fjölda nefnda sem fjallað hafa um ýmsa þætti menntamála, allt frá leikskólum til háskóla og fullorðinsfræðslu, og verið virk í félagsstarfi kennara. Hún hefur kennt á námskeiðum fyrir kennara, sinnt nýbreytni- og þróunarstörfum í skólum og stundað rannsóknir og mat á skólastarfi. Fjöldi greina um menntamál hefur birst eftir Gerði í blöðum og tímaritum, hún hefur gefið út námsefni og bækur, m.a. um niðurstöður rannsókna, og flutt fjölda fyrirlestra um menntamál og niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnum og þingum innan lands og utan. Um síðustu áramót lauk dr. Gerður G. Óskarsdóttir störfum hjá Reykjavíkurborg eftir 10 ára starf sem æðsti yfirmaður menntamála í borginni. Á þeim vettvangi beitti hún sér meðal annars fyrir nýtingu niðurstaðna úr könnunum og rannsóknum við ákvarðanatöku í menntamálum. Tímarit um menntarannsóknir hefur það hlutverk öðrum þræði að „benda á leiðir til þess að tryggja að niðurstöður menntarannsókna hafi gildi í stefnumótun og starfi“. Á þessum tímamótum var því tilefni til að spyrja Gerði út í reynsluna af því að tengja saman rannsóknir og stefnumótun í skólastarfi, auk þess sem ýmislegt annað markvert bar á góma. Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006, 82–95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.