Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Page 18

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Page 18
þáttum gagnasöfnunarinnar en eins og áður segir var sjónum fyrst og fremst beint að upp rifjun lífssögupersónanna á bernsku- og æsku árum. gagnagreining fór fram bæði samhliða gagna - söfnun og eftir að henni lauk formlega. Við gagna greiningu nýtti ég aðferðir túlkunar - fræðilegrar lífssögu (Denzin, 1989; Creswell, 1998). eins og áður segir greindi ég gögnin út frá tímamótaviðburðum í lífi fólksins. eftir að formlegri gagnasöfnun var lokið og ég hafði skráð allar lífssögurnar í nánu samstarfi við þátttak endur las ég gögnin aftur margsinnis yfir og greindi þau og túlkaði út frá fræðilegum viðmið unum í þeim tilgangi að setja sögurnar í víðara félagslegt, samfélagslegt og fræðilegt sam - hengi (Creswell, 1998; Denzin, 1989; Taylor og Bogdan, 1998). auk þess bar ég greiningar mínar undir lífssögupersónurnar í söguhópnum, þær túlkuðu með mér gögnin, bættu við og dýpkuðu þær upplýsingar sem fram höfðu komið. niðurstöður Hér á eftir er leitast við að varpa ljósi á að - stæður fólksins í rannsókninni á bernsku- og æskuárum. Byggt er á upprifjun minninga lífs - sögupersónanna á þessu tímabili ævi þeirra. Tímabilið sem rifjað er upp nær frá þriðja áratug 20. aldar og fram á áttunda áratug aldarinnar. Félagslegar aðstæður edda guðmundsdóttir er fædd árið 1935 og ólst upp í reykjavík. Hún dvaldi á sjúkrahúsi mestöll bernskuárin en fékk „tvö ár heima“ eins og hún orðar það sjálf, eða frá níu til ellefu ára aldurs að hún flutti á stofnun. Hér á eftir er drepið niður í lífssögu hennar þar sem hún lýsir aðstæðum sínum: mér hefur verið sagt að ég hafi farið á Land - spítalann þegar ég var níu mánaða gömul. Það átti víst að skera mig upp í bakinu. Ég get bara ekki skilið hvað ég var þarna lengi. Ég fór ekki heim aftur fyrr en ég var níu ára. meira að segja ekki á jólunum. Ég vildi komast út en ég gat það ekki af því að ég átti engan hjólastól. svo þegar ég fór heim var mér sagt að kannski ætti ég að koma aftur en þá sagði ég: „nei takk, ég ætla að vera heima hjá foreldrum mínum og systkinum.“ Ég fékk bara tvö ár heima, svo fór ég á stofnunina og flutti aldrei heim aftur. Úr lífssögunni má lesa að óskir og væntingar litlu stúlkunnar voru nákvæmlega þær sömu og annarra barna snemma á síðustu öld. Þær fólust fyrst og fremst í því að eiga öruggt líf í faðmi fjölskyldunnar og að fá að vera með sínum nánustu. en þær viðteknu hugmyndir og staðal - ímyndir samfélagsins sem mættu eddu litlu þegar hún fæddist urðu til þess að hún bjó á stofnun fjarri fjölskyldu sinni mestan hluta ævinnar eða í nær 40 ár. Þótt fjölskylda eddu hafi búið við erfiðar félagslegar og efnahags - legar aðstæður eru bernsku minning arnar henni afar dýrmætar. minningin um samskipti hennar við fjölskyldu sína er það sem stendur upp úr. ragnheiður guðmundsdóttir er fimmtán árum yngri en edda. Hún fæddist árið 1950 og ólst upp í litlu sjávarþorpi þar til hún var níu ára gömul að hún flutti á stofnun. Þannig lýsir hún bernskuminningum sínum: Þau ólu mig nú upp mamma mín og pabbi. Húsið sem ég átti heima í stendur í brekku við sjóinn og ég horfði á þegar var flóð og þegar var fjara. Ég lék mér í fjörunni. á kvöld in las pabbi minn fyrir mig og systkini mín. Pabbi minn sagði mér líka oft sögur og spjallaði við mig, en mamma mín var nú oftast að elda matinn og hugsa um börnin sín fjögur. Ég var alltaf eins og hinir krakk arnir. minningar um venjubundna hversdagslega atburði og samskipti við sína nánustu virðast hafa mikið gildi fyrir ragnheiði ekki síður en eddu. ekki er ólíklegt að bernskuminningar þeirra hafi haft aukið tilfinningalegt gildi vegna þess að báðar voru þær ungar fluttar á stofnanir og urðu að búa fjarri fjölskyldum sínum og ástvinum. Þrjár lífssögupersónur í rannsókn minni bjuggu ásamt fjölskyldum sínum í sveit fram á fullorðinsaldur. Frásagnir þeirra bera vott um að þær eigi góðar minningar úr sveitinni þar sem þær upplifðu sig sem jafningja systkina sinna og annarra barna sem þær ólust upp með. um uppvaxtarár sín í sveitinni segir guðrún Haraldsdóttir meðal annars: í sveitinni vorum við að raka og dreifa og moka skít og allt mögulegt. Þetta var svona í gamla daga. Ég var bara í sveitinni og var að hugsa um búskapinn með pabba og mömmu 18 Guðrún V. Stefánsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.