Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 31
Markmið meginmarkmið rannsóknarinnar er þríþætt: 1) að gera nokkra grein fyrir helstu atriðum umræðu um opinbera háskóla og einkaháskóla á alþjóða - vettvangi. 2) að varpa ljósi á hlutverk íslenskra, danskra og norskra einkaháskóla og það sem greinir þá frá opinberum háskólum. að bera stöðu íslands saman við stöðuna í Danmörku og noregi og kanna hvernig staðan í þessum þrem löndum fellur að alþjóðlegri umræðu. skipulag æðri menntunar á íslandi er frá - brugðið skipulaginu í noregi og Danmörku. í noregi og Danmörku er það tvískipt en ekki á íslandi. annars vegar er um háskóla að ræða og hins vegar eru svokallaðar millistofnanir á milli framhaldsskóla og háskóla. í noregi kallast þessar stofnanir høyskoler og í Danmörku pro fessions - højskoler. norsku millistofnanirnar eru mjög nálægt háskólunum og falla undir sömu lög (Lov om unversiteter og høyskoler no. 15/2005). Dansk ar millistofnanir eru hins vegar langt frá háskólunum og falla undir sérstök lög (Lov om professionshøjskoler for videregående uddanning no. 543/2008). á ís landi hafa ekki verið og eru ekki til milli stofn anir á milli framhaldsskóla og háskóla. starfs menntun er því annaðhvort innan framhaldskóla eða háskóla (sjá nánar Jón Torfi Jónasson, 2004 og gyða Jóhannsdóttur, 2008). í þessari rannsókn er einungis fjallað um háskóla í noregi og Dan mörku. Til þess aðgerðabinda athugunina er leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1. eru einkaháskólar til í Danmörku, noregi og á íslandi, skv. opinberum skilgreiningum í hverju landi fyrir sig? 2. Hvert er hlutverk einkaháskóla í þessum löndum; þ.e. gegna þeir að öðru jöfnu einhverjum sérstökum hlutverkum sem eru önnur en ríkisháskólanna? 3. að hve miklu leyti, eða í hvaða skilningi, eru þeir einkastofnanir og að hvaða marki eru þeir það ekki? 4. Hvaða viðmið greina helst á milli einka - háskóla og opinberra háskóla í hverju landi fyrir sig? aðferð gagnasöfnun fólst annars vegar í söfnun og greiningu opinberra gagna frá löndunum þremur (lög, reglugerðir, skýrslur og tímaritsgreinar). Þessi gögn komu að mjög góðum notum en voru þó takmörkuð og þörfnuðust skýringar. Því var nauðsynlegt að ræða við nokkra aðila í hverju landi fyrir sig. Hlutverk þeirra var að tryggja að rituð gögn væru rétt skilin en að auki bentu þeir á ýmis önnur mikilvæg gögn. Tekin voru viðtöl við fulltrúa þeirra ráðuneyta sem fóru með málefni háskóla í löndunum þrem ur. auk þess voru tekin viðtöl við fulltrúa einkaháskólanna á íslandi og í noregi (í Dan mörku var ekki um einkaháskóla að ræða). Fyrst og fremst var rætt við þá sem voru vel kunnugir fjár málum og starfsmannahaldi há skól anna og þeir spurðir um þau atriði sem ekki komu fram í rituðum gögn - um. rituðum gögn um var safnað vor og sumar 2009 og viðtölin tekin nokkuð samhliða. eftirfarandi viðmið til að bera saman einka- og opinbera háskóla eru skilgreind á grundvelli fram angreindrar fræðilegrar umfjöllunar auk atriða sem helst einkenna einkafyrirtæki eða einka - stofnanir. Þessi viðmið greinast á eftirfar andi fimm svið sem könnuð voru í þessu sam bandi. i rekstrarform: Hvert er rekstrarform háskól - anna? ii eftirlit ríkisins: Hvernig er gæðaeftirliti ríkis - ins með háskólum og fræðasviðum almennt háttað? Hvert er eftirlit ríkisins með rekstri háskólanna, bæði opinberra háskóla og einka háskóla? iiiFjármögnun háskólanna: Hvernig er fjár - mögn un ríkisins háttað, eru skólagjöld heimil? iVstarfskjör: ráðningar og launakjör akadem - ískra starfsmanna: eru störf auglýst? eru launakjör einstaklingsbundin eða samkvæmt opinberum kjarasamningi? geta starfsmenn sótt um framgang og hvernig er hann metinn? undir hvaða lög og reglur fellur brott vikning úr starfi? V Fjárhagslegt frelsi stofnana: Hver á háskóla - byggingar; mega háskólar fjárfesta á almenn - um markaði og taka lán gegn veði? Val á háskólum var með eftirfarandi hætti: í Dan - mörku var miðað við opinbera háskóla en þeir eru átta (Lov om universitieter no. 280/2005). einkaháskólar eru lagalega séð ekki fyrir hendi í danskri æðri menntun. Opinberir íslenskir háskólar eru þeir skólar sem falla undir lög um opinbera háskóla frá 2008, þ.e.a.s. Háskóli íslands og Háskólinn á akureyri (Lög um opinbera háskóla nr. 85/2008). einka háskólar voru þeir 31Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.