Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 45

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 45
45Að undirbúa nám í nýjum skóla Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 nemendur geta náð góðum námsárangri án þess að hægt sé að rekja það beint til starfsins í skólanum, t.d. fyrir eigin burði eða með stuðn - ingi frá fjölskyldu (macgilchrist, myers og reed, 2004). schein (2004) telur áhrif stjórn - anda á störf og sérkenni stofnunar hvað mest á fyrstu árum hennar því sú stefna og sýn sem lagt er upp með í upphafi eigi gjarnan ræt ur að rekja til hans og hann geti valið fólk til að fylgja henni. mannaráðningar eru taldar lykilatriði fyrir faglega þróun skóla og því mikilvægt að skóla - stjóri sé virkur í ráðningarferlinu. Þaulhugsuð áætlun og skipulag ráðninga er grundvöllur þess að ráða skilvirka kennara til skóla (schaefers og Terhart, 2006). í 1. mynd eru sett fram tengsl þátta í starfi skólans og sérstaklega þeirra sem þarf að huga að í nýjum skóla. skólinn sem er til athugunar í þessari rannsókn stefnir að því að stofna náms - samfélag og tileinka sér einstakl ings miðaða kennslu í viðleitni sinni til að auka og efla námsárangur innan skólans. sumir þessara þátta eru teknir til umræðu hér á eftir. Forysta til náms áherslur í skólastjórnunarfræðum snúast gjarn - an um tvær leiðir í forystu. annars vegar er það sú sem hefur verið kölluð valdaforysta (e. transactional) og leggur áherslu á sterka mið - stýringu og stjórn á skólakerfinu og formgerð þess. Hins vegar er um að ræða svokallaða áhrifaforystu eða framsækna forystu (e. trans - formational) þar sem lögð er áhersla á að dreifa valdi og áhrifum meðal starfsfólks. Þeir sem beita framsækinni forystu leggja áherslu á sam - eiginlega ákvarðanatöku, hafa væntingar um góða frammistöðu nemenda og eru opnari fyrir menningarlegum breytingum en þeir sem að - hyllast þá fyrrnefndu (anna kristín sigurðar - dóttir, 2006; sergiovanni, 2006). Framsækin forysta virðist hafa bein áhrif á skuldbindingu kennara til umbóta í skólastarfi og þá vinnu sem þeir eru tilbúnir að leggja á sig til slíkra umbóta. Þetta leiðir svo af sér aukinn innri hvata hjá kennurum og hefur áhrif á kennsl una og framkomu við nemendur sem síð - an skilar sér í auknum árangri nemenda (geijsel, sleegers, Leithwood og Jantzi, 2003). skóla - stjórnendur sem vinna í anda framsæk innar 1. mynd. Forysta til náms í nýjum skóla. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.