Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 61

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 61
61Tengsl námsárangurs við viðhorf nemenda og foreldra er m.a. fjallað um námsárangur, námsáhuga og fé lagslegar aðstæður barna á ólíkum aldri og eru svör barna og foreldra þeirra tengd saman. Þannig gefast möguleikar á að afla fyllri upp - lýsinga um aðstöðu barnanna og þá sérstaklega þeirra yngri. einnig er hér um að ræða rannsókn á tengslum ýmissa ólíkra þátta í umhverfi nem - enda og áhrifum þeirra á námsárangur án þess að stuðst sé við fyrirfram mótuð líkön en Dow - son og mcinerney (2003) benda á mikil vægi slíkra rannsókna. Þó svo að formleg menntun barna og ung - linga fari fram í skólum undir handleiðslu kennara ræðst námsárangur þeirra að miklu leyti af öðrum þáttum, ekki síst fjölskylduaðstæðum. Þetta hafa t.d. marzano (2000) og Wentzel (1998) bent á. í yfirliti Bongs (2008) um rann - sóknir á námsáhuga kemur fram að áhugi barna mótast meira en áður var talið af því félagslega umhverfi sem þau búa við. Það er því mikilvægt að hafa í huga að það er innan vébanda fjöl - skyldunnar sem grunnurinn er lagður að ýmiss konar undirstöðufærni og viðhorfum hjá börn - um sem hafa mikið að segja um framtíð þeirra í námi sem á öðrum sviðum. Það hve duglegir foreldar eru að vekja forvitni og þekkingarþörf barna sinna á sviðum sem tengjast námsefni skólans hefur mikið að segja (Berns, 2007; Luster, Lekskul og Oh, 2004). einnig sýna rannsóknir að börn undir skóla skyldu aldri, sem vanist hafa bókum og að lesið sé fyrir þau heima, standa sig betur í námi en önnur börn (Boyer, 1991). að lokum má hér nefna að það hvernig sjónvarpsefni börn á forskólaaldri horfa á hefur áhrif á námsárangur þeirra allan grunnskólann; fræðandi efni tengist betri náms árangri (anderson, Huston, schmitt, Linebarger og Wright, 2001). Yfirlitsrannsókn marzanos (2000) á áhrifaþáttum í námi er áhuga verð í þessu samhengi en hann kemst að þeirri niður stöðu að um 80% námsárangurs megi heimfæra upp á þætti eins og félagslegan bakgrunn nem enda. aðeins u.þ.b. 20% náms - árangurs tengjast beint aðstæðum í skólanum eða kennslu stofunni, að mati marzanos. Chiu og Xihua (2008) og Chiu og Chow (í prentun) benda á að fjölskylduaðstæður, svo sem menntun foreldra, skiptir miklu máli fyrir námsárangur barna. einnig kemur fram í yfirlitsrannsókn Pettits, Davis-keans og magnu - sons (2009) að fjölskylduaðstæður, einkum menntunarstig foreldra, segja fyrir um náms - gengi og námsárangur nemenda; því meiri menntun sem foreldrarnir hafa, þeim mun betri árangri ná börnin í námi. Pettit o.fl. telja að þessa jákvæðu fylgni megi rekja til þess að með aukinni menntun foreldra hlúi þeir betur að námi barna sinna og hafi um leið meiri vænt - ingar til þeirra um að standa sig vel í skólanum. auk þess halda Pettit o.fl. því fram að stuðn - ingur af þessum toga skapi skilyrði fyrir meiri vitsmunaþroska hjá nemendum sem í fram - haldinu verður þeim hvatning til að afla sér víðtækrar menntunar og standa sig vel í námi. Loks telja Pettit o.fl. að þau samskipti sem fram fara á heimilum barna og unglinga móti viðhorf þeirra og væntingar til náms til frambúðar, hver svo sem menntun foreldranna er, og að þessi sömu viðhorf hafi afgerandi þýðingu fyrir skóla - göngu þeirra og árangur. Fáar íslenskar rannsóknir eru til um náms - um hverfi, námsáhuga og námsárangur barna á ólíkum aldri en benda má á rannsókn álfgeirs L. kristjánssonar og ingu D. sigfúsdóttur (2009) á áhrifum foreldra á námsárangur ung - linga. Hún sýndi að stuðningur foreldra, hversu miklum tíma þeir vörðu með börnunum, tengd - ist betri námsárangri (álfgeir L. kristjánsson og inga D. sigfúsdóttir, 2009). Önnur íslensk rann sókn sýndi fram á tengsl heilsuþátta, líkams þyngdarstuðuls (Bmi), fæðu og hreyf - ingar og námsárangurs. Þessir heilsutengdu þættir skýrðu þó minna en menntun foreldra, skróp og sjálfs mat (inga D. sigfúsdóttir, álfgeir L. kristjáns son og allegrante, 2007). samkvæmt ginther og Pollak (2004) er mikilvægt að gefa gaum að fjölskyldugerð, og þá sérstaklega hjúskaparstöðu foreldra, þegar meta á áhrif fjölskyldunnar á þroska barns og námsárangur. í sama streng taka Chiu og Xihua (2008). Börn sem alast upp hjá báðum kynfor - eldrum sínum ná að jafnaði betri námsárangri en þau sem alast upp í stjúpfjölskyldu eða hjá einstæðu foreldri (ginther og Pollak, 2004). rannsóknir á áhrifum fjölskyldugerðar eru þó erfiðar í framkvæmd þar sem fjölskyldugerð er breytingum háð. samkvæmt Dencik og Lauter - bach (2002) skiptir stöðugleiki fjölskyldna barna meira máli en samsetning þeirra fyrir skólagöngu barnanna. í rannsókn þeirra á heil - Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.