Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 95

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 95
95Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 (1973), gerði afar skarplega grein fyrir slíkum efasemdum og sagði að sum svokölluð almenn markmið væru ekki markmið í þeim skilningi að skólaganga væri leið að þeim á sama hátt og það að fara um borð í strætisvagn er leið til að komast í vinnuna heldur væru þau háfleyg aðferð til að lýsa verklagsreglum. Ég skil tal hans um verklagsreglur svo að greinabundnu markmiðin sem kennarar vinna að séu ekki leidd af almennu markmiðunum, eins og White (1997) kallar eftir, heldur sé unnið að þeim með samskiptaháttum og verklagi sem sam - ræmist almennu markmiðunum. Peters (1966, 1973) leit á hefðbundnar náms greinar sem kjarna skólastarfsins og taldi að helsta markmið skóla væri að glæða skilning nemenda á þeim – sá skilningur væri eftirsókn - ar verður í sjálfum sér og því þyrfti ekki að réttlæta kennslu námsgreinanna með tilvísun til annarra markmiða. White (1982, 1997, 2009) telur hins vegar að skólastarf eigi einkum að snúast um almennu markmiðin og það skuli ráðast af þeim hvað sé kennt, enda séu náms - greinarnar tæki til að ná þeim. Þau almennu markmið sem White leggur megináherslu á varða siðferði nemenda, einkum hæfni til að taka sjálfstæða afstöðu til verðmæta og gilda, og hæfni til þátttöku í lýðræðissamfélagi (White, 1982, 2003, 2005). ef til vill er ein ástæða þess að akker (2003) og fleirum þykir vandasamt að skýra vensl almennra markmiða og þess sem kennarar gera sú að ekki er samkomulag um neinn skilning á því hvað almennu markmiðin þýða. sumir hugsa um þau eins og Peters (1973), sumir eins og White (1982, 1997, 2009) og sumir ef til vill á einhvern enn annan veg. umræða um tengsl námsgreina og almennra markmiða hefur frem - ur lítil verið. nokkrir menntaheimspekingar sem fjölluðu um þetta efni undir lok síðustu aldar, eins og John White (1982), ronald Barnett (1988) og Christopher Winch (1996), töldu rökræðu um það á byrjunarstigi. mér vitanlega hefur hún lítið þróast síðan. enn þann dag í dag eru mikilvægustu kenningarnar um þetta efni þær sem ég hef hér eignað þeim richard Peters og John White. Viðhorf þessara tveggja ensku heimspekinga mynda eins og andstæða póla í umhugsun um almenn markmið og tengsl þeirra við námsgreinar og skólastarf. rannsóknir á því hvort til sé heppilegur millivegur og hvar hann geti legið virðast skammt komnar. í grein sinni, Fjölmenning og sjálfbær þróun – Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskota - hlutir, fjallar ingólfur ásgeir Jóhannesson (2007) um almenn markmið sem hann kallar sam fagleg viðfangsefni. strax í fyrirsögn grein - arinnar stillir ingólfur ásgeir upp tvenns konar kostum sem líkjast nokkuð þeim and stæðu pólum sem ég hef lýst. í greininni spyr hann hvort almenn markmið eigi ekki að vera þunga - miðja skólakerfisins. Þeir sem svara þessari spurningu játandi taka væntanlega undir sjónarmið af því tagi sem White heldur fram. Þeir sem líta á námsgreinarnar sem þungamiðju hugsa hins vegar á svipuðum nótum og Peters. Við framhaldsskóla er sterk hefð fyrir fag - greina miðuðum námskrám þar sem bóklegar námsgreinar mynda þungamiðju skólastarfsins (Carr, 2007; Tye, 2000). rannsókn Hafdísar ingvarsdóttur (2004) á enskukennurum og raungreina kennurum við íslenska framhalds - skóla bendir til þess að skilningur þeirra á eigin starfi ráðist að talsverðu leyti af námsgreininni sem þeir kenna, þeim þyki vænt um hana og sú væntumþykja móti starf þeirra. Vísbendingar eru einnig um að faggreinasjónarmið hafi veruleg áhrif á starf grunnskólakennara. í grein sinni, sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum, segja meyvant Þór - ólfs son, allyson macdonald og eggert Lárusson (2007) t.d. frá rannsókn á kennslu í náttúrufræði hjá fimm grunnskólakennurum sem leiddi í ljós að þeir unnu í anda faggreina stefnu. Þessar tvær íslensku rannsóknir varpa ljósi á hugmyndir kennara um eigið starf og markmið þess þótt þær fjalli ekki beinlínis um hugmyndir þeirra um almenn markmið af því tagi sem lýst er í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 1999 og 2004 (menntamálaráðuneytið, 1999, 2004). Hvað ætli kennarar sem kenna bókleg fög til stúdentsprófs við íslenska framhaldsskóla hugsi um þessi almennu markmið? Hvernig álíta þeir að þau tengist kennslu einstakra greina? Ég leitaði svara við þessu með viðtölum við átján framhaldsskólakennara. Viðmælendur og rannsóknaraðferðir Ég kaus að ræða við kennara úr þrem greina - flokkum, raungreinum, stærðfræði og sögu. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.