Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 103

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 103
103Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Þegar þetta var gert með náT-ið á sínum tíma, þarna um aldamótin, þá var nú einhver áhersla á að þau þyrftu að skilja til dæmis vatns afl - virkjanir og eins og þetta leit út fyrst þá fannst manni eins og þau ættu að skilja hvern ig vatnsaflsvirkjun virkar án þess að þekkja hugtökin sem eru notuð til að skýra það. maður var svolítið skeptískur á að þetta virkaði. af því sem viðmælendur mínir sögðu um það hvað gerir nám áhugavert og eftirsóknarvert er ljóst að þótt þeir hafni ekki almennum markmiðum telja þeir að greinabundin náms - markmið hafi gildi í sjálfum sér. í augum þeirra eru námsgreinarnar ekki fyrst og fremst tæki til að ná almennum markmiðum og skólastarfið í heild ekki sett undir þau á þann hátt sem John White álítur æskilegt. ef til vill er nær lagi að lýsa viðhorfi þeirra svo að einkum skuli keppt að greinabundum markmiðum en þó sé rétt að haga skólastarfinu svo að fleira gott hljótist af en skilningur á greinunum og þessi viðbótar - gæði falli æði oft undir almennu markmiðin í Aðalnámskránni eða eitthvað sem líkist þeim. Umræða um niðurstöður „Einhvern veginn þarf að skila hefðinni áfram“ menntastefnan sem birtist í umræðum kennara um al menn markmið og hvað kveiki áhuga á námi og geri það eftirsóknarvert minnir um margt á menntahugsjón sem oft er kennd við frjálsar listir. Þessi hugsjón á sér langa sögu. Orðalagið sem not að er til að lýsa henni kemur fyrir í ritum róm verska stóuspekingsins seneca sem uppi var fyrir tveim árþúsundum. Hann ræddi um „artes liber ales“ í einu bréfa sinna og sagði að það væru mennt ir sem hæfðu frjálsum mönnum (seneca, 2009). Þessi stefna hefur átt sér málsvara á ýmsum tímum. einn af merkustu talsmönnum hennar á síðustu öld var enski heimspekingurinn michael Oakeshott. í ritgerðasafni hans um menntaheim - speki (Oakeshott, 1989) er grein frá 1965 sem heitir Learning and Teaching. Þar ræðir hann um miðlun vitsmunalegra dygða og segir að til að kenna nemanda að hugsa þurfi að miðla þeim og spyr hvernig það sé hægt: Hvernig lærir nemandi að hafa opinn hug og forvitinn, að vera þolinmóður og heiðar legur í hugsun, nákvæmur og iðinn, ein beitt ur og efagjarn? Hvernig verður hann næmur á smávægilegan mismun og fær um að skynja vitsmunalegan glæsileika? Hvað an fær hann gáfu til að taka því þegar mál hans er hrakið? Og með hverjum hætti lærir hann að elska sannleika og réttlæti þannig að hann sé samt laus við að vera einstreng ingslegur eða öfgafullur? (Oakeshott, 1989, bls. 60–61). Oakeshott (1989) bætir svo við að það sé ekki hægt að kenna þetta sérstaklega heldur að eins óbeint, með því að kenna eitthvað annað og alls konar fög, eins og t.d. smíði, efnafræði eða latína, dugi til þess séu þau kennd með réttum hætti. Talsmenn frjálsra lista hafa alla tíð lagt áherslu á menntagildi bóklegra námsgreina og talið að nám í þeim væri eftirsóknarvert í sjálfu sér en líka mannbætandi og færði nemendum frelsi með því að efla skynsemi þeirra (stephen, 2009; miller, 2007; Hirst 1972). richard s. Peters var handgenginn þessari hefð en John White (2009) hefur andæft henni, enda stangast hún á við hugmynd hans um að skólinn skuli endurskipulagður út frá almennum markmiðum. ummæli kennara um það hvað geri nám áhuga vert, sem frá var sagt í síðasta kafla, minna um margt á umræðu um sjálfgildi frjálsra lista og það sem þeir sögðu um almenn mark mið fór býsna nærri því að lýsa námi í raun greinum, stærðfræði og sögu sem mannbætandi iðju. allvíða í máli kennaranna kom líka fram að þeir töldu sig miðla hefð. einn stærðfræði - kennarinn sagði hreint út: „einhvern veginn þarf að skila hefðinni áfram.“ aðrir töluðu um að verja námsgreinar sínar sem sjálfstæð fög. aðspurður um viðleitni til að samþætta náms - greinar nú á síðustu tímum sagði einn sögu - kennarinn sem ég ræddi við til dæmis: „Það er alltaf verið að reyna að hræra þessu saman, sér - staklega stjórnendur, búa til einhvern bölvaðan graut.“ nú er vafalaust hæpið að eigna viðmæl - endum mínum einhverja sameiginlega mennta - heimspeki. Orð þeirra lýsa ekki með ótvíræðum hætti fylgi við kenningar eins og þær sem Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.