Gripla - 01.01.1995, Qupperneq 14
12
GRIPLA
um, enn aðrir komust undan á flótta, en margar þrautir varð að leysa
áður en fangi eða hertekinn maður í Tyrkjaveldi varð frjáls.16 Árið 1636
voru um 37 Islendingar keyptir úr ánauð fyrir fé sem hafði safnast að
boði Kristjáns konungs fjórða með tillögum almúga á íslandi í fiskvirði
og vettlingavirði. Lausnargjaldið jafngilti um 4.000 kýrverðum og kom-
ust 27 Islendingar heilu og höldnu til íslands 1637.17 Þá voru margir
hinna eldri af þeim herteknu dánir, en yngra fólkið sem eftir varð hefir
líklega flest látið turnast og tekið upp nýja lífshætti í Tyrkjaveldi og
horfið með því nafnlaust úr íslenskum ættartölum.18 í minnisgrein í
handritinu Sth. papp. 25 8vo, bl. 124v, sem skrifuð er af eyfirskum
manni, Halldóri Guðmundssyni, um miðja 17. öld, er eftirfarandi yfirlit
yfir hve mörgum var rænt, hve margir drepnir, hve margir létu turnast
og hve margir komu aftur, en greinin hefir eflaust orðið til upphaflega
þegar safnað var fé hérlendis til endurlausnar hinum herteknu:19
Tyrkjaránið á íslandi 1627, 288; Sýslumannaœfir eptir Boga Benediktsson með skýring-
um og viðaukum eptir Jón Pétursson. I Rvk. 1881-1884, 536-537.
16 Á 17. öld voru gefnar út á prenti lýsingar hertekinna manna sem losnuðu úr fang-
elsi eða ánauð í Tyrkjaveldi; nefna má Johann Wild frá Núrnberg sem skrifaði Neite
Reysbeschreibung eines Gefangenen Christen... Anno 1604 angefangen und 1611 ihr end
genommen..., Núrnberg 1613, önnur útg. kom 1623. (Eftir frumútg. er útg. Karl Teply,
Stuttgart 1964 í ritröðinni Bibliothek Klassischer Reiseberichte.) Eftir J. B. Gramaye
sem haldinn var fangi í Alsír í sex mánuði er ritið Africae illustratae libri decem in quibus
Barbaria gentesque ejus ut olim et nunc describuntur etc. Tournoi 1622. Klerkurinn Pierre
Dan fór í leiðangur til Alsír 1634 til þess að leysa hertekið fólk úr ánauð og skrifaði Hi-
stoire de Barbarie et de ses Corsaires (1637). Önnur útg. París 1649. Einnig má hér nefna
rit eftir William Okeley, enskan sæfara sem var þrjú ár fangi í Alsír en flúði og skráði
Ebenezer, or a small Monument of great Mercy appearing in the deliverance ofWilliam
Okeley, William Adams, John Anthony, John Jeps and John the Carpenter. Útg. 1671.
Hinn flæmski Emanuel d'Aranda sem fór frá Alsír 1642 skrifaði síðar Relation de la
Captivité et Liberté du Sieur d’Aranda. Fyrst útg. 1656. Úr síðastnefnda ritinu er prent-
aður kafli í Tyrkjaránið á fslandi 1627, 349-355. Síra Ólafur Egilsson eða þeir sem
studdu við bakið á honum hafa eflaust þekkt einhver rit af þessu tagi og það orðið
hvatning til þess að hann samdi sína Reisubók.
17 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 410-411, 412-415, 416-418, 423-428, 431-451; sbr. einnig
Sverrir Kristjánsson. Formáli. Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Rvk. 1969, 45 og tilvísanir
þar.
18 Um þá íslendinga sem létu turnast, sjá Tyrkjaránið á íslandi 1627, bls. 5, 285, 291,
293-294, 299, 318, 353-355, 376, 387.
19
Grein þessi hefir ekki verið prentuð áður. Um handritið, sjá Jón Helgason og
Anne Holtsmark. Háttalykill ennforni (Bibliotheca Arnamagnæana Vol. I), Kh. 1941, 7-