Gripla - 01.01.1995, Page 17
ÚR TYRKJAVELDl OG BRÉFABÓKUM
15
son að ekkert sé „undanfelt sem til fróðleiks þótti horfa og fyrir manni
hefir orðið af því sem nokkur frásögn eða tíðindi eru í.“30 Jón kembdi
handritasöfn, en hefir sneitt hjá bréfum í bréfabókum Gísla biskups
Oddssonar sem varða hjúskaparmál þeirra í Vestmannaeyjum sem
misstu maka sinn í herleiðingu suður til Alsír en fram kemur að svo
hafi verið um 24 konur og 16 karlmenn.31
Hér fer á eftir skrá yfir bréf sem fyrir mér urðu í bréfabókum Gísla
biskups Oddssonar sem snerta að einhverju eftirmál í Vestmannaeyj-
um eftir Tyrkjaránið. Fyrirsagnir eru að mestu eftir registrum bréfa-
bókanna, en tímasetningum bætt við eftir því sem segir í bréfunum.
Stafsetning er samræmd og blaðatölur miðaðar við eldri merkingar í
handritunum hér í skránni sem og í tilvísanagreinum:
AM 244 4to
Jaspar Kristjánssons bréf um sín efni 13. júní 1635, bl. 14v-15r. Prentað
í Tyrkjaránið á íslandi 1627, 421^23.
Vitnisburður Halls Þorsteinssonar og Þorsteins Ormssonar um Önnu
Jasparsdóttur í Tyrkiríinu 18. júní 1636, bl. 162r. (Prentað hér aftar.)
Meðkenning Erlends Ásmundssonar um gifting Jóns Oddssonar í Vest-
mannaeyjum 20. júní 1636, bl. 162v-163r. (Prentað hér aftar.)
Opið bréf til Vestmannaeyja 16. okt 1636, bl. 217v-218v.
AM 245 4to
Prestastefna á Þjóðólfshaga 17. júní 1631, bl. 69r-70r. Fjórða grein, bl.
69v nefnir vandræðin í Vestmannaeyjum.
Um stórmæli á Vestmannaeyjum. 3. júlí 1632, bl. lOlr.
Til prestanna á Vestmannaeyjum 23. október 1632, bl. 142v-143r.
Anno 1631. Memoriale. 9. grein, bl. 186v fjallar um þá sem misstu maka
í hendur Tyrkjum. (Prentuð hér aftar.)
AM 246 4to
Kláus Eyjólfssyni. Um sakafólk á Vestmannaeyjum, bl. 3r.
Árna lögmanni tilskrifað um toll í Tyrkiríið 22. febrúar 1633, bl. 3v-4v.
Prentað í Tyrkjaránið á íslandi 1627, 412-415.
30 Tyrkjaránið á íslandi 1627, II.
31 Sama rit, 337.