Gripla - 01.01.1995, Síða 20
18
GRIPLA
sem tilsett er í kongsins Articulis, eða aldrei, þeir, sem allareiðu eru
brotlegir orðnir“ segir í minnisbók Odds biskups Einarssonar 1630.34
Hér er vísað til þess sem segir í hjónabandsreglum sem konungur-
inn, Friðrik II, bauð 1587 að haldast skyldu á íslandi. í kafla, sem til-
greinir orsakir þess að ektafólk megi skiljast að, eru ákvæði þess efnis
að ef maður fer í stríð eða kaupferðir og verður af þeim sökum lengi í
burtu skal húsfreyja bíða hans í að minnsta kosti sjö ár, og ef trygg
vitneskja er um að hann hafi verið tekinn til fanga eða för hans hindr-
uð á annan hátt gegn vilja hans, skal húsfreyja bíða hans og ekki gifta
sig, en ef vitnisburðir liggja fyrir urn að maðurinn sé dauður, annað-
hvort í stríði eða hafi andast með öðrum hætti, skuli vitnisburðir þess
efnis koma fyrir löglega dómara sem ákveði hvort vitnisburðirnir séu
gildir, og jafnframt skal sú persóna sem vill gifta sig á nýjaleik færa
fram vitnisburði um að hún hafi hegðað sér vel; að þessu loknu leyfist
annar ektaskapur. En sá sem hefir sængað með öðrum skal straffast til-
hlýðilega að undangenginni réttarrannsókn í málum sínum.35
Dómurinn sem gekk þegar Erlendur Ásmundsson þingaði og getið
er hér að ofan eftir minnisbók Odds biskups Einarssonar er ef til vill sá
dómur um hreppskil sem varðveittur er í bréfabók Gísla biskups
Oddssonar og er á þessa leið:36
5. júní 1630. Á Vestmannaeyjum að Hvítingum.
Dómur um aðskilnað þeirra sem halda ógiftir saman heimili og fallið
hafa í opinberan hórdóm saman.
Anno 1630 þann 5 dag Junij A Uestmanna eyum ad Huijtingum a
þijngstad riettum uoru þesser menn ærliger til döms nefnder af EIl-
ende Asmundssini er þa þijngadi efter fouitans Sacharias Gottfredson-
ar bön og brekan; Olaafur Helgason; Claus Eiolfsson; s: 1: Einar; B:
Haakonarson; Jaspar Christiansson; Jön Stullason; og Jön Sijgurdsson;
34 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 335. - Erlendur dæmdi einnig í umboði Gísla lögmanns
Hákonarsonar Lambeyjardóm 1627 um arfa og umboðstökur eftir þá menn sem líflátnir
voru í Vestmannaeyjum eða burt rændir af Tyrkjum, Tyrkjaránið á íslandi 1627, 360-366.
35 Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve som til Island ere udgivne
af De H0ist=priselige Konger af den Oldenborgiske Stamme. 2. Ðeel. [Útg. Magnús Ket-
ilsson]. Hrappsey 1778,120.
36 í athugasemd við Sýslumannaœfir IV, 526 er bent á að þetta sé ef til vill sami dóm-
ur og nefndur er í minnisbók Odds biskups.