Gripla - 01.01.1995, Page 21
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
19
um þessar efterfilgiandi greiner er prestar aa Uestmanna eyum döms aa
beiddust; sem er J firstu; huert oss uirdist leifilegt eda lijdanlegt ad þeir
menn sem fallid hafa i opinberann hördöm halldi sijnar hördöms kon-
ur aa sijnu heimili og hafi þær firer sijnar biistijrur og giori þad J for-
bodi og J möti uilia kennemannanna oc sijns iferuallds huad uier all-
deilis afdæmum; enn huer þar aa möti girir J trassi eda forbodi sinna
saalusorgara; þa sie kennemennerner skillder ad giora þeim aminningar
efter sijnu prestligu embætti ad minsta kosti first einusinni heimugliga
þar efter under ija ærligra manna uitni; seinast opinberliga af predicun-
ar stölnum enn uilie þau þa ecke adskilia þa sieu þau sett J kirkiunnar
bann og afsett sijnum frijheitum; enn þad köngdöminum uiduijkur og
þeim ueralldlega rette þa sie efter þui sem lange dömur hliödar um þa
sem opinberer hafa ordid ad frillu lijfi og hallda sig saman i forbodi;
Nu enn framar baadust þeir döms aa huort oss uirtist þad fullkominn og
næanligur skilnadur slijkra manna aa mille ad þaug eru bædi hier a
Uestmannaeyum þar hier er huort heimili odru suo naalægt og oll
sueitin so sem ein kirkiu sokn huad oss uirtist möti ordinantiunne,
helldur muni annadhuert hliöta til lands ad rijma so framt sem þaug
bædi eru ogipt edur þar af stendur nockur hneixlun kristiligre kirkiu.37
Ekki er efamál að það hefir hvatt yfirvöld til þess að gangast fyrir
endurlausn hinna herteknu, að einhverjir þeirra sem eftir sátu sviptir
maka sínum í Tyrkjans vald leituðu forboðins samlífs; við það mátti
ekki una eftir þeim ströngu reglum sem hér réðu í siðferðilegum efn-
um og voru samofnar kristnum lífsviðhorfum. Dómurinn sem birtur
var hér að ofan hefir verið sprottinn af vanda þeirra sem misstu maka
sína í hendur Tyrkjum, og af sama vanda mun sprottið kóngsbréf sem
lesið var upp á alþingi 1634 þar sem boðin er linun á straffi fyrir leg-
orðssakir fyrir þá sem misstu maka á Tyrkjans vald, en engum sem
hafði misstigið sig leyfðist að giftast aftur.38 Andleg og veraldleg yfir-
völd landsins voru í vafa um hvernig fara átti með mál af þessu tagi;
37 AM 247 4to, bl. 72r. Ólafur Halldórsson benti mér á, að þessi dómur og nokkur
önnur bréf í bréfabókum Gísla biskups Oddssonar, kynnu að vera með hendi Sigurðar
Jónssonar sem var fimm ár í þjónustu Gísla biskups Oddssonar, síðar sýslumaður og lög-
maður, bjó lengstum í Einarsnesi. Sigurður Jónsson skrifar með eigin hendi undir bréf í
AM 247 4to, bl. 91r (84r skv. nýrri blaðtölum) og sjást viss líkindi í stafagerð undirskrift-
arinnar og þessa bréfs og nokkurra annarra í bréfabókum Gísla biskups.
38 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 415-416.