Gripla - 01.01.1995, Page 22
20
GRIPLA
hvort fara skyldi eftir kóngsbréfi þessu, Stóradómi eða hjónabands-
reglunum frá 1587, sést það glöggt af bréfum Gísla Oddssonar biskups,
til að mynda minnisgreinum hans frá 1631 þar sem segir m.a.:
Um þá sem eru i Vestmanna eyjum eda á lannde hvorra make eda
ecktapersona hafa vered hertekenn aff Tyrkjanum og menn vita eckj
sónn tydende hvórt þeir sieu þar á lijffe edur ecke, hvórsu leinge þeir
hliöta ögipter ad vera? Jtem þar sem soddan persönur finnaz brotlegar
einu sinne edur optar á medan hvort þær skule straffazt summo jure so
sem fýrer fullnadar hördöm lýka vppá lijfid, eff þad skal gillda. Þui þar
um þikiaz vorer ýfervalldzmenn mióg övisser, Enn þeir anndlegu
kunna þar aungvu ódru til ad svara, helldr enn þui sem Ordinantian og
Hiönabandz Articularner uppá hliöda utann þar fáest ónnur naadarleg
dispensatio um aff voru ædsta yffervallde.39
Gísli biskup skrifar Kláusi Eyjólfssyni, líklega 1633, og hefir Kláus
þá líklega haldið Vestmannaeyjasýslu, en Kláus hefir áður spurt biskup
hvort ákveðnar persónur megi binda hjónaband, en biskup segist sjálf-
ur ekki vita hvort svo megi verða fyrr en mál þeirra sé innilega rann-
sökuð á báðar síður.40 Árið 1633 höfðu Kláus og síra Ólafur Egilsson
skrifað biskupi um þann vanda sem stóð til í Vestmannaeyjum vegna
ektafólksins sem misst hafði „sijna stallbrædur fyrir Tyrkianna árás,
sierdeilis á Eyölf Sölmundsson“ og hafa þeir spurt hvort þeir sem hafa
misséð sig á umliðnum sjö árum að sumri og fengið kvittun skuli njóta
„kongsens Articula frijheita“. Vísað er hér til ofangreindra ákvæða í
hjónabandsreglum frá 1587, en svar biskups er í þá átt að einungis guð-
hræddar og ærlegar persónur og þeir sem minnst hafi brotið megi eiga
von í vægð og náð.41
9. nóvember 1634 hefir biskup enn svarað Kláusi Eyjólfssyni um
málefni Jóns Oddssonar og skrifar:
Ecke veyt eg huort þeir eiga jaffnrar nádar ad niöta til giptijnga sem
39 AM 245 4to, bl. 186v.
40 AM 246 4to, bl. 3r.
41 AM 246 4to, bl. 34r-v. í bréfi til prestanna í Vestmanneyjum um veturinn 1634
minnir biskup þá á að gera mismun á milli hneykslenda safnaðarins og kristilegrar kirkju
sem í hórdómi eða annarri lausung eru sakaðir og hinna „sem i ollum frijheitum kristn-
innar eru“ AM 247 4to, bl. 70v.