Gripla - 01.01.1995, Page 24
22
GRIPLA
tijma. Enn hefur nu feinged hugarlatlegt breff aff sinne ekta kuinnu.
Jtem annar tuisuar brotlegur fundenn heffur og so breff feinged nögu
aminnelegt umm frelsunar vonena. Mun slijkum meiga leyffast hiona-
banded?43
Svar Þorláks er ekki varðveitt. í öðru bréfi, líklega frá 1634, til síra
Snæbjarnar Stefánssonar í Odda, prófasts í Rangárþingi, kemur fram
að Gísli biskup hefir skrifað um málið umboðsmanni konungsvaldsins
og lögmanni og biskupi og líka haft það á prestasamfund, en kenni-
mönnum sýndist sitt hverjum; sumir vildu leyfa giftingu en aðeins með
kóngsleyfi, aðrir vildu láta dæma málið til alþingis og enn aðrir vildu
fara eftir Ordinanzíunni.44
Gísli biskup skrifaði áminningarbréf til Vestmannaeyja 19. janúar
1635; án þess að nefna nöfn ráðleggur biskup í löngu máli og guðrækn-
um anda með tilvísunum í Biblíuna þeim sem eiga maka í Tyrkjans
valdi að girnast ekki annan ektaskap meðan ekki berist tíðindi af her-
teknum maka í Tyrkjaríinu.45 í opnu bréfi sem Gísli biskup skrifaði til
Vestmannaeyja 31. maí 1635 segir hann að ekki sé á sínu valdi að leysa
þennan vanda, en leggja verði hann undir bestu manna ráð á alþingi.
Biskup segir:
J fiorda maata hefur eirnen fyrer mig komid ad nockrar personur
huorra ecktamake hefur uered herleiddur aff tirkiunum nu fyrer viij
aarum ad reikna uilie giptast aptur audrum persönum so sem uonar-
lauser um hinna apturkomu og þar um hafa nockrer laatid leyta mijns
samþyckis þa hina somu læt eg uita ad slijkt stendur ecke i mijnu
uallde og þo eg mætte naatturlega uor=kynna þeim gödu og frömu sem
J so laangann tijma haffa halldid sig ærlega og uel og eg heffe þar um
raadgast uid byskupinn fyrer nordan og bestu menn þessa lands þaa
synist flestum ad soddan tilfelle sie huorge eigenlega underskiled J
uorre ordinantiu; articulum; eda statutum; (þo þar um meigi finnast J
43 AM 246 4to, bl. 232v-233v. Hugarlátlega bréfið mun vera frá Guðríði Símonar-
dóttur til manns hennar, Eyjólfs Sölmundssonar, sem varðveitt er úr í bréfabók Gísla
biskups, AM 247 4to og prentað í Tyrkjaránið á íslandi 1627, 419-421.
AM 246 4to, bl. 256r. Fyrri partur bréfsins er týndur úr bréfabókinni, en af registri
sést hverjum bréfið er skrifað.
45 AM 246 4to, bl. 282r-284r.