Gripla - 01.01.1995, Síða 29
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
27
Þorsteinssonar og Guðrúnar Brandsdóttur, sem átt höfðu saman barn
og vildu giftast, en maður Guðrúnar, Brandur Jónsson, hafði verið her-
tekinn og látist í ánauð. Um lát Brands bar vitni Jaspar Kristjánsson,52
faðir Önnu sem um getur í vitnisburðunum hér framar.
Jaspar var danskur maður en hafði mörg ár verið búsettur í Vest-
mannaeyjum áður en hann var hertekinn.53 Hann kemur nokkrum
sinnum við Reisubók síra Ólafs Egilssonar, en síra Ólafur og Jaspar
voru keyptir af sama manni og deildu saman húsi og kjörum.54 í bréfi
Jaspars til Gísla biskups Oddssonar 13. júní 1635 kemur fram að Jaspar
keypti aftur sá maður er keypt hafði Önnu dóttur hans og gaf hann
Jaspar lausan til þess að fara í næsta kaþólska land hvað hann og gerði
og komst til Vestmannaeyja aftur og lagði sitt af mörkum til þess að
Landakirkja mætti aftur upp rísa eftir Tyrkjabrunann.55 Jón Jónsson úr
Grindavík skrifaði foreldrum sínum úr Barbaríinu 1630 og kemur þar
fram að Jaspar fór þaðan snögglega burt.56 Anna, dóttir Jaspars, er
ekki nefnd annarstaðar svo vitað sé en í fyrrnefndu bréfi föður hennar
til Gísla biskups og í vitnisburðunum sem hér eru prentaðir. Systir
Önnu, dóttir Jaspars, var Þóra, sem giftist Jóni Sturlusyni af ættbálki
Odds biskups Einarssonar og bróðir þeirra systra var Kristján.57
Jón Oddsson hefir verið einn ungra hraustra manna sem eftir sat
rændur konu sinni, henni Önnu Jasparsdóttur og hafa vitnisburðirnir
orðið til við að hann langaði til þess að kvænast aftur. Jón Oddsson
kemur nokkrum sinnum fram í reikningabók Landakirkju, oftast sem
gjafari til endurreisnar kirkjunni eftir Tyrkjabrunann.58 Líklega hefir
hann fengið að gifta sig aftur, því að á alþingi 1636 ályktaðist að dómur
Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns í Vestmannaeyjum um sekt þeirra
persóna sem brotlegar urðu í hórdómsglæpum í Vestmannaeyjum og
52 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 333-336.
53 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 267. Jaspar hefir verið kominn til Vestmannaeyja 1606,
því að Gísli Arnason tilnefndi Jaspar Kristjánsson tvívegis í dóm ásamt öðrum 21. maí
1606 í Vestmannaeyjum, sjá dómabók Gísla Árnasonar, AM 249 a II 4to, bl. 51v, 55r.
Gfsli Árnason hélt Rangárþing 1592-1608 og hefir þá líklega jafntímis haft sýsluvöld í
Vestmannaeyjum, sjá Sýslumannaœfir IV, 456-463, 523-524; Guðrún Ása Grímsdóttir,
Hugsaðu til mfn um grös og söl. Dagamunur gerður Árna Björnssyni, Rvk. 1992, 55-59.
54 Tyrkjaránið á íslandi 1627,105,106, 108,109, 158,161,163.
55 Sama rit, 401-404, 407, 421- 423.
56 Sama rit, 374, 382.
57 Biskupa sögur II. Kh. 1878, 673-674; Skjöl um hylling íslendinga 1649. Rvk. 1914,14.
58 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 398, 401, 403, 405, 408, 409; sbr. 556, nmgr. 1.