Gripla - 01.01.1995, Síða 32
30
GRIPLA
adrer ræningiar j hanns nafne, til ad taka folk og fie og flitia vt til s0lu j
þrældóm j Tyrkery í ályktun sinni lögðu kennimennirnir áherslu
á að landsmenn væru ekki færir um að kaupa né kosta varnarskipið,
eignamenn hafi nóg með uppheldi sitt, kvenna sinna og barna, að
kosta þau til skóla svo að ekki skuli „allt nidur j barbarisku detta“ en
hvað viðvíkur alþýðu segir: „Enn vppa fátækann almvga hpfum vier ei
samvisku meire þyngsl ad leggia enn a honum liggia, so honum ei
leydest ofmipg syn fátækt og anaudgun, og mætte falla j þá freystni ad
vera til frids ad vera hertekenn, vppa von og æfinntyr, þui margt er
hier vti ad varast.“63
Verður nú snúið að stöku ritum um Tyrki í íslenskum handritum.
Fyrst ber að nefna íslenska þýðingu á riti eftir Hans Hansen Skonn-
ing (eða Skaaning). Hann var uppi 1579-1651, prentari, rithöfundur og
hringjari við dómkirkjuna í Arósum. I riti þessu segir Skonning frá
Tyrkjum og finnur þeim margt til lasts. Þýðandi er enn óþekktur, en
þess ber að geta að í bókmenntasöguriti sínu, Specimen Islandiæ non-
barbaræ, segir Jón Thorchillius skólameistari (d. 1759) í þætti um Odd
Eiríksson á Fitjum (d. 1719): „Hvort hann þýddi á íslensku úr dönsku
Geographia Orientalis eftir Hans Skaaning prentara í Arósum mundi
ég varla þora að fullyrða neitt um, þó svo að ég hafi oft bæði séð og
flett bók sem rituð er með hans hendi."64 Þessi þýðing er í eftirtöldum
handritum: AM 243 8vo, Lbs. 43 4to, Lbs. 320 8vo, ÍB 776 8vo og Acc.
39, í því síðasttalda er einungis upphaf sem ég hefi ekki séð.
I fyrirsögn er JS 43 4to sagt samantekið af Magnúsi Jónssyni í Vig-
ur.6s Handritið geymir margskyns sögur og er þátturinn um Tyrki á bl.
121r-150v. Fyrirsögn er: „Vmm Tyrkiarijed edur Týrkianna Truar-
63 Úr Bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. (Safn Fræðafélagsins XII.) Útg.
Jón Helgason. Kh. 1942,155-159. Bretar og Hollendingar gerðu um þetta leyti samninga
við Alsír um frjálsari siglingar um höfin á báða bóga, á móti kom að fjölmargir breskir
og hollenskir fangar voru leystir úr ánauð í Alsír, sjá Sir Godfrey Fisher. Barbary Leg-
end, Trade and Piracy in Norlli Africa 1415-1830. Oxford 1957, 232-248.
64
Með góðfúsu leyfi er hér farið eftir þýðingu Sigurðar Péturssonar á Specimen Is-
landiæ non-barbaræ. eiginhandarriti höfundar í GKS 2872 4to, skrifað um 1750, sem Sig-
urður hefir þýtt og undirbúið til prentunar á vegum Árnastofnunar. Hannes Þorsteins-
son segir frá klausunni í inngangi fyrir annál Odds á Fitjum, sjá Annálar 1400-1800 II.
Rvk. 1927-1932, 4.
65 Um handritið, sjá Miðaldaœvintýri þýdd úr ensku. Einar G. Pétursson bjó til
prentunar. Rvk. 1976, xxix-xxxiv.