Gripla - 01.01.1995, Qupperneq 33
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
31
brógd, Lógmal og ymeslegar undarligar og sierligar Ceremoniur,
kýrkiuside og annad fleýra þess haattar.“ í 43 vantar þrjú blöð úr þætt-
inum. Undir lokin, á bl. 150v, má lesa að útlagt sé úr dönsku eftir riti
Hans Hanss0n Skonning, Geographia Historíca Orientalis (Aarhus
1641), og hefir Agnete Loth staðfest það og bent á að skrifari þessa
hluta handritsins sé Magnús Ketilsson sem þjónaði Magnúsi í Vigur og
skrifaði fyrir hann á árunum 1696-1700.66
í Lbs. 320 8vo er samtíningur og kvæði, þátturinn um Tyrki er á bl.
72r-90v og virðist textinn fyllri en er í 43. Fyrirsögn er: „Vmm Tirki-
anna l0g Religionem og lands Sidu“. I Skrá um handritasöfn Lands-
bókasafnsins II er 320 talið með hendi Gríms Pálssonar á Sleggjulæk í
Stafholtstungum, skrifað um 1790. í Tyrkjaráninu á íslandi 1627 prent-
aði Jón Þorkelsson bút úr þessum þætti eftir Lbs. 320 8vo.67
ÍB 776 8vo er talið í Skrám Landsbókasafnsins III skrifað um 1740-
50, og er í því samtíningur en vantar framan og aftan af. Fremst er þýð-
ingin á riti Skonning um Tyrki og vantar fyrirsögn og framan á fyrsta
kafla.
AM 243 8vo virðist skrifað seinast á 17. öld eða snemma á 18. öld.
Þýðingin eftir riti Skonning um Tyrki er þar á bl. lr-40v, fyrirsögn
fyrsta kapítula er: „Umm Tyrkiana og þeirra Truarbrogd“. Við lausleg-
an samanburð kom í ljós að þýðingin í 243 er nokkru orðfleiri en í 320
og heldur heilar málsgreinar sem ekki eru þar.68
Ritkorn um Tyrki, annarrar gerðar en nú var frá sagt, er í AM 555 b
4to, sem var hluti af bók er síra Jón Torfason á Breiðabólstað léði
Arna Magnússyni, en Arni spretti bókinni sundur, og er nú sumt týnt
úr henni, en annað í Árnasafni sitt með hverju marki og hefir Stefán
’ Agnete Loth. Om hándskrifter fra Vigur i Magnús Jónssons tid. Opuscula Vol. III
(Bibliotheca Arnamagnæana Vol XXIX), Kh. 1967, 95-99; Agnete Loth. Magnús Ketils-
son og hándskriftet JS 43 4°. Opuscula Vol. IV. (Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XXX).
Kh. 1970, 257-258; Mariane Overgaard. AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling.
Opuscula Vol. VII (Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XXXIV), Kh. 1979, 288-289 og til-
vísanir þar.
67 Tyrkjaránið á íslandi 1627, XXIII-XXVI.
68 í þessu efni var ekki gerður nema lítilsháttar samanburður á texta handritanna
fjögurra innbyrðis, og texti þeirra ekki borinn saman við hið prentaða rit sem þýðingin
mun gerð eftir. - Mariane Overgaard mag. art. á Árnasafni í Kaupmannahöfn þakka ég
fyrir útvegun eftirmynda úr AM 243 8vo og af AM 555 b 4to.