Gripla - 01.01.1995, Qupperneq 36
34
GRIPLA
ans tekur Björn upp atriði um landsins gæði úr Reisubók síra Ólafs
Egilssonar,75 en vandi er að sjá hvort annað efni í þessum kapítula
Tyrkjaránssögu muni vera úr hinu glataða riti Einars Loptssonar.
Efnisupptalning Björns kemur að nokkru heim við þáttinn um siði
Tyrkja í AM 124 8vo, en engar orðalagslíkingar er að sjá með Tyrkja-
ránssögu og þættinum.
Minnast má þess að í fyrrnefndu bréfi Jóns Jónssonar frá Járngerðar-
stöðum í Grindavík óskar hann mörgu nafngreindu fólki allrar góðrar
lukku og fararheilla og þar á meðal „síra Grími“ sem Jón Þorkelsson
taldi líklega vera Grím Bergsveinsson.76 Jón frá Járngerðarstöðum kom
ekki aftur, en Helgi bróðir hans sem einnig var hertekinn kom aftur og
ennfremur Halldór, móðurbróðir þeirra.77 I bréfinu segir Jón meðal
annars að húsbændur þeirra bræðra hafi batnað við þá „síðan við lærð-
um málið að skilja.“7x Sumt í þættinum í 124 bendir til þess að hann sé
saminn eftir orðum þess sem þekkti siði og mál Tyrkja af eigin raun og
enda segir í lokaorðum þáttarins „hér með endast siðvenja þeirra
Tyrkjanna svo mikið sem eg hefi heyrt og lesið.“ Eftir þessum orðum
hefir þátturinn verið saminn eftir sögnum og riti.79 Ekki er loku fyrir
það skotið að hann eigi að einhverju upptök í týndu riti Einars Lopts-
sonar og má hér nefna eitt atriði sem kynni að benda til Einars, það er
setningin „Sá sem ei hlýðir yfirvaldinu missir nasirnar" (sjá hér á eftir,
s. 41) en í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá segir frá raunum sem Einar
lenti í þegar hann fylgdi ekki boði yfirvalda um vatnssókn í brunn; fyr-
ir það missti hann framan af nefi og eyrum.80 Frásagnir Halldórs Jóns-
sonar hertekna úr Grindavík, sem Björn á Skarðsá vísar til, eru
óþekktar, en eftir kveðjunum sem Jón Jónsson, systursonur Halldórs,
sendi heim í bréfi sínu kann síra Grímur Bergsveinsson að hafa verið
meðal kunningja Halldórs. Heimkomnir úr Barbaríinu gætu þeir
frændur, Helgi og Halldór, hafa sagt eða skrifað Grími sitthvað um sið-
venjur og mál þarlendra, en vitaskuld koma fleiri sögumenn til greina;
75 Sama rit, 296; Reisubók séra Ólafs Egilssonar, 74.
76 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 383, 545; sbr. Reisubók, 164.
77 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 232-233, 294.
78 Sama rit, 373.
79 Mariane Overgaard telur að 124 sé ekki uppskrift þeirra heimilda sem að baki efn-
inu liggja, heldur hafi síra Grímur valið einstakar sögur úr ýmsum heimildum, skrifað
þær upp, þýtt þær eða endurgert, tilv. ritgerð, 269, 310.
80 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 279-280.