Gripla - 01.01.1995, Síða 37
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
35
í næsta nágrenni við síra Grím í Görðum var Guðríður Símonardóttir,
prestskonan í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, hún sem var tæpan áratug í
ánauð í Tyrkjaveldi.
Sem fyrr segir er þátturinn í 124 einnig í AM 583 c 4to. Fyrirsögn þar
er: „DE ÆCONOMICIS. Vm Buandi folk og þeirra Sidueniu J Tirkia-
rykinu“. í fyrri hluta 583 c er Rauðúlfs þáttur, sem lokið er við að
skrifa 7. desember 1662 eftir því sem stendur bl. 8r, og má gera ráð fyr-
ir að síðari hlutinn sé skrifaður um líkt leyti.81 Ein hönd, smáger og fín-
leg, virðist á öllu handritinu. A neðra helming bl. 8r er ýmislegt skrif-
að, m.a. virðist Eyjólfur Hallgrímsson skrifa sjálfur nafn sitt og Ólafur
Jónsson skrifar með eigin hendi að Eyjólfur Hallgrímsson eigi kverið
til áhalds og þakkar bókarlánið með þessum orðum: „Þundur Gullz Eg
þacka þier med þydlegt Gied bokar laned og blijdu med - Inveni por-
tum spes et fortuno valeto nihil (Jorðið er torlesið í hdr.) mihi
vobiscum". Mariane Overgaard gat þess til í fyrrnefndri ritgerð að Eyj-
ólfur sem hér er nefndur gæti verið sonur Guðríðar og Hallgríms
skáldprests í Saurbæ. Á bl. 8r má ennfremur lesa nafnið Guðni Hró-
bjartsson sem líklega hefir verið sonur Hróbjarts Jónssonar ábúanda á
Kalastöðum 1703, og neðst á bl. 14v er meðal annarra nafna skrifað
Sæmundur Narfason sem gæti átt við Sæmund Narfason sem var
búandi á Neðra-Hálsi í Kjós 1703.82 Hallfríður, dóttir síra Gríms Berg-
81
Sbr. orð Mariane Overgaard í ofannefndri ritgerð: „583c, der er skrevet 1662, kan
meget vel være en afskrift af 124, der sikkert er ældre", 289. Hún bendir einnig á að
handritin séu líklega úr sama héraði. Ótvírætt er þó ekki að 583 c fari beint eftir 124. í
flestum tilvikum þar sem er munur á lesháttum hefir 583 c færri orð, en í örfáum tilvik-
um hefir 583 c orð framyfir 124 sem sjá má í lesbrigðum hér á eftir. - I 583 c stendur um
þann sem ekki hlýðir yfirvaldinu að hann missi nasirnar og sín eyru og kemur sú lýsing
heim við meðferðina á Einari Loptssyni sem fyrr er getið og frá segir í Tyrkjaránssögu
Björns á Skarðsá (sjá hér að ofan). 124 nefnir hinsvegar aðeins nasamissi. Hugsanlegt er
því að 124 og 583 c séu sjálfstæðar uppskriftir eftir sama forriti, en hitt þó eins víst að
583 c sé skrifað eftir 124 og skrifari 583 c hafi bætt við eyrnamissi eftir Tyrkjaránssögu
Björns á Skarðsá, sem aftur notaði frásögn Einars Loptssonar.
8“ Manntal á íslandi árið 1703. Rvk 1924-47, 41, 44. - Á bl. 14v er bókin lofuð fyrir
fróðleik og lesa má nöfnin Vigdís Er:, Guðmundur, Bjarni Ólafsson, Bjarni
Guðm[unds]son, Ólafur. Dregin er lína þversum yfir síðuna þar sem meginmál endar og
skrifað neðan línu óæfðri hendi: „Sogubok Jons Halldorssonar hvoria hann hefer feijng-
id af (?) Sigvrd S“ og neðst á síðuna með sömu hendi: „Spgvþattvr af Þorsteini Vxafot".
Sá þáttur er ekki í þessu handriti, en í AM 583 d 4to eru tveir þættir: bl. 1-8 Orms þáttur
Stórólfssonar, skrifaður eftir því sem segir bl. 8v 4. desember 1662 og bl. 9-17r er Þor-
steins þáttur uxafóts skrifaður með skyndi á Þúfu í Kjós 1663 ný ár(sdag) eftir þvf sem