Gripla - 01.01.1995, Page 45
ÚR TYRKJAVELDI OG BRÉFABÓKUM
43
á siðum Tyrkja þar sem örlar á jákvæðu viðhorfi til þeirra og gæti eitt-
hvað í henni verið runnið frá frásögnum íslendinga sem kynnst höfðu
þegnum Tyrkjaveldis af eigin raun.
Fróðlegt, en torvelt, væri að kanna hvort gætt hafi áhrifa dvalar
hinna herteknu, sem komu aftur, á íslenskt þjóðlíf, til að mynda í
klæðaburði, mataræði, orðfæri, sagnaskemmtan eða kaupskap, en isl-
ömsk trúarbrögð eru öðru fremur trúarbrögð kaupmanna, en ekki
hirðingja eða bænda.109 Fjöidi uppskrifta Reisubókar síra Ólafs Egils-
sonar'10 sýnir að hún hefir verið vinsælt lesefni, en drjúgur hluti hennar
er lýsing á því sem bar fyrir augu prestsins á ferðalagi frá Alsír til ís-
lands. Kannski er vísbending um nýkomna borgaralega siði í Vest-
mannaeyjum það sem Gísli biskup Oddsson segir í bréfi til Kláusar
Eyjólfssonar 9. nóvember 1634 um eyðslusemi hjónanna í Ofanleiti,
síra Gísla Þorvarðssonar og Þorgerðar, dóttur síra Ólafs Egilssonar:
Um slijka Aureigd og eydslu hiönanna a Offanleite sem þier mier
skriffed heff Jeg ecke fyrre heyrdt og þar heff eg einginn Rad vid nie
veit nockurt platz annarstadar honum til þarffa og kannskie þad sie
sumra meijning ad einginn skyllda stande til ad forsorga þa annarstad-
ar sem med onaudsynlegum klædaburde eda audrum oþarfendum
eyda so eirnrar kirkiu penijngum ... ,1U
Watt. The Influence of Islam on Medieval Europe, 15.
110 Tyrkjaránið á íslandi 1627, 91-92, 135-137, handritin eru einnig talin í óprentaðri
prófritgerð Svavars Sigmundssonar sem hann góðfúslega léði mér.
111 AM 246 4to, bl. 87v.