Gripla - 01.01.1995, Page 66
64
GRIPLA
eru eignuð a.m.k. tvö gyllinistafróf. Annað þeirra fjallar einkum um
friðþæginguna og er hvatning til iðrunar og afturhvarfs. Það hefst svo:
„Andi Guð eilífur er.“ Hér eykur skáldið sér erfiði með því að láta
upphafslínu hvers vísuorðs hefjast á orðinu sem vísuorðið á undan
endaði á, t.d.: „Ande Gud eilyfur er / er yíer himen og jórd sier / sier
huad i filsnunum fer / fer so ad allt vallded hann ber.“5 Ef Hallgrímur
Pétursson er réttur höfundur þessa sálms þá er óhætt að segja að hann
hafi oft komist betur frá þeim rímþrautum sem hann glímdi við (og
voru eins og kunnugt er ófáar, t.d. heilar rímur undir sléttuböndum
eða rímað afbrigði hexameturs). Hálfdan Einarsson lét prenta þennan
sálm þrisvar í Hallgrímskveri, 1765 er hann merktur með stjörnu sem
þýðir að útgefandi sé ekki alveg viss um hvort hann er réttilega eignað-
ur Hallgrími. I síðustu útgáfunni sem Hálfdan gekk frá 1773 er þessum
sálmi sleppt, og hefur ekki síðan verið í Hallgrímskveri. Því miður er
ekki vitað með hvaða rökum Hálfdan ákvað að taka sálminn ekki með
í útgáfuna. Hitt gyllinistafrófið er að efni til kristileg heilræði eða eins
og segir í fyrirsögnum sumra handrita: „Um athæfi og framferði rétt-
skikkaðs kristins manns“. Upphaf þess er: „Á einn Guð settu allt þitt
traust“. Kvæðið er sagt vera þýtt úr þýsku í fyrirsögnum sumra hand-
rita en fleiri segja það þýtt úr þýsku og dönsku.
Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705-1779) nefnir sálmana báða í
óprentaðri ritgerð um bragfræði sem varðveitt er í AM 1028 4to6. Jón
gerir þar m.a. grein fyrir hugtakinu acrosticha og segir það vera kvæði
„þau, sem hafa i fyrstu bökstófunum eitthvert mannsnafn edur annad
sierdeiles ord. J Jslendsku er nög af slijkum, og eru þeir upphafstafer
erendanna og optast manna nófn annadhvort þess siálfr hefr ordt, edur
þess sem til edur umm er qvedit . . .“ (bl. lr). Eftir nánari umfjöllun
segir hann:
Hier til kunna og ad færast þeir psalmar sem eru effter A.B.C. so
sem þesse sra Hallgr. A einn Gud settu allt þitt traust og þesse
sra Arna Þorvardssonar A og O, upphaf og endi, enn i slijkum
mæda þeir sig oþarflega, med7 bokstófumm C.Q.X.Z. sem eige
5 Þannig í ÍB 380 8vo, handriti sem nefnt er Sálmareykelsi.
6 Sjá Hubert Seelow. Stabreim und Schaferdichtung - Barockdiskussion in Island?
Europaische Barock-Rezeption II. Utg. Klaus Garber o.fl. (Wolfenbiitteler Arbeiten zur
Barockforschung 20). Wiesbaden 1991,1126.
7 þessum latinsku str. út.