Gripla - 01.01.1995, Page 68
66
GRIPLA
í þýska sálmasafninu Das deutsche Kirchenlied13 er sálmurinn prent-
aður á háþýsku eftir Greifswalder Gesangbuch frá 1597, nr. 516 og
einnig á lágþýsku eftir smáprentinu frá 1612, nr. 730. í þessari grein er
farið eftir fyrrnefnda textanum, en einnig höfð hliðsjón af þeim síðar-
nefnda.
Það er í sjálfu sér fróðlegt að bera þýðingu Hallgríms Péturssonar
saman við dönsku þýðinguna og þýska frumtextann. En nú vill svo til
að þýðing Hallgríms er ekki sú eina sem til er á íslensku. Í handritum
hefur höfundur þessarar greinar rekist á tvær aðrar þýðingar. Við nán-
ari athugun kom í ljós að önnur þeirra er eftir séra Olaf Jónsson á
Söndum í Dýrafirði (1560-1627) og er varðveitt í kvæðabók hans.
Kvæðabókin er ekki lengur til í eiginhandriti en er varðveitt í heilu lagi
í mörgum uppskriftum, t.d. Lbs. 1516 4to og ÍB 70 4to. NKS 139 b 4to
mun vera elsta uppskrift kvæðabókarinnar. Fyrsti hluti þess er skrifað-
ur í desember 1655.14 Þýðingin er þar á bl. 14r-16v og hefst svo: „Alleina
til Gudz set trausta tru.“ Fyrirsögnin er: „En/j eirn dýgda speigill vt
dreigin/j af þui gyllen/ji A.B.C. vr þijdverskun/je.“
Um þýðingu Hallgríms Péturssonar er kunnugt í 21 handriti og hún
er prentuð í Hallgrímskveri frá því það kom fyrst út 1755.13 Eftir ná-
skoðuð útg. með viðbæti 1907), segir að Ringwaldt hafi haft talsverð áhrif á samtíð sína
sem alþýðlegt skáld. Hann orti heilræðakvæði (didactic poems) sem endurspegla tíðar-
andann og alþýðlegt lífsviðhorf, en var einnig með afkastamestu sálmaskáldum 16. aldar.
Sálmurinn sem hér um ræðir „Allein auf Gott setzt dein Vertraun" er eignaður Ring-
waldt í ýmsum gömlum þýskum sálmabókum en er ekki meðal verka hans í síðari tíma
útgáfum. f sálmasafni Baumkers segir að Ringwaldt sé fyrst nefndur sem höfundur þessa
sálms í Praxis piel(atis) melicam eftir Joh. Cruger 1656. Baumker telur líklegt að hlutur
Ringwaldts hafi verið sá að snúa sálminum yfir á háþýsku. Sjá Das katholische deulsche
Kirchertlied in seinen Singweisen von den friihesten Zeiten bis gegen Ende des siebzehnt-
en Jalirhunderts begonnen von Karl Severin Meister. Zweiter Band. Auf Grund álterer
Handschriften und gedruckter Quellen bearbeitet von Wilhelm Baumker. Freiburg im
Breisgau 1883, 276.
13 Das deutsche Kirchenlied von der altesten Zeit bis zu Anfang des XVII. Jahrhun-
derts. Philipp Wackernagel útg. Hildesheim 1964, 5. bindi. 1. útg. Leipzig 1877,327-28 og
470-71.
14 Ég þakka Jóni Samsonarsyni fyrir að benda mér á NKS 139 b 4to. Um handritið,
sjá: Peter Springborg. Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd. Afmœlisrit Jóns Helgasonar
30. júní 1969, 288-327.
15 Hallgrímur Pétursson. Nockrer Lœrdoomsrijker Psalmar og Andleger Kvedling-
ar... Hoolum 1755.