Gripla - 01.01.1995, Side 69
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
67
kvæman samanburð handrita hef ég valið handrit í Þrándheimi,
DKNVSB 41 8vo, sem aðaltexta. Það er skrifað 1671.'6 Þýðing Hall-
gríms er þar á bls. 352-355 og hefur fyrirsögnina: „Annad Gyllene
A.B.C. utlagt af sra Hallgryme Petnrss. med hymna lag.“
Þriðju þýðinguna rakst ég á í JS 235 8vo, bl. 36r-38r og síðar í ÍB 242
8vo, bl. 122r-126r. Sálmur með þessu upphafi er ekki í óprentaðri
kvæðaskrá Landsbókasafnsins og ekki heldur í skrá Páls Eggerts Óla-
sonar.17 Mér er ekki kunnugt um þýðinguna, sem er án höfundarnafns,
í öðrum handritum. JS 235 8vo er skrifað að Sandfelli í Öræfum 1801
og er með hendi Nikulásar Brynjólfssonar. ÍB 242 8vo er 18. aldar
handrit og þar eru varðveitt mörg ljóðmæli sr. Hallgríms Péturssonar.
Þýðingin er birt hér eins og hún er í ÍB 242 8vo, en textamunur er lítill.
Upphaf þýðingarinnar er: „A Gud alleina vona vist“ og fyrirsögnin:
„Enn eirn Psalmur epter A B C“.
Þýski textinn í sálmabókinni frá 1736 er 24 erindi, danska þýðingin
23 erindi, þýðing Ólafs á Söndum 24 erindi (hér eftir táknuð ÓJ), þýð-
ing Hallgríms er 26 erindi (táknuð HP) og þriðja þýðingin einnig 26 er-
indi (táknuð NN). Erindin eru mismörg vegna þess að á þýsku er eitt
vers sem hefst á bókstafnum V og annað sem hefst á W. í dönsku þýð-
ingunni er hins vegar erindi sem hefst á W en ekkert sem hefst á V.
Ólafur á Söndum hefur sama erindafjölda og þýski textinn enda fylgir
hann þeim texta mjög nákvæmlega í þýðingu sinni. í hinum tveimur ís-
lensku þýðingunum „mæða höfundarnir sig óþarflega“ eins og Jón úr
Grunnavík orðaði það með erindum sem hefjast á C, Q, X, Z (og Ólaf-
ur á Söndum líka). Auk þess hafa HP og NN báðir erindi sem hefst á
U og annað sem hefst á V og bæta að lokum við erindum sem hefjast á
íslensku bókstöfunum Þ og Æ.
Eins og áður segir hefst kvæðið á þýsku á orðinu „allein" (Allein
auff Gott setz dein vertrawn). Danska þýðingin notar orðið „alen“ og
Ólafur á Söndum og ókunni þýðandinn nota orðið „alleina“. Hallgrím-
ur sneiðir hjá því og segir: „A eirn Gud set þu allt þitt traust“. Tökuorð
koma þó fyrir hjá honum, ekki síður en hinum þýðendunum. Framan
af ber öllum textunum vel saman efnislega. í fyrsta erindi er lögð
16 Sjá Gyðinga saga. Útg. Kirsten Wolf. (Stofnun Árna Magnússonar. Rit 42).
Reykjavík 1995, lviii-lix.
17 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi IV. Reykjavík
1926, 859-85.