Gripla - 01.01.1995, Síða 70
68
GRIPLA
áhersla á að treysta Guði fremur en mönnum; mennirnir bregðist en
Guð aldrei. I næsta erindi (B) er minnt á mikilvægi þess að varðveita
æru sína, því að sá sem glatar henni hljóti hana ekki aftur. í þessu er-
indi eru nokkurn veginn sömu orðin notuð í háþýska textanum, lág-
þýska, danska og þýðingu sr. Ólafs á Söndum. Háþýski textinn er:
„Bewar dein Ehr, hutt dich vor schandt: / Ehr ist fíirwar dein hóchstes
pfandt“, danska þýðingin: „Bevar din Ære, jeg siger dig sant, / Thi
Æren er det hpyeste Pant“ og ÓJ: „Bijvnra þin/i heidnr best sem kannt
/ burtt fra smán sem þin/i dyrstan/7 pant.“ (Hér tekur Ólafur þó heiður
fram yfir œru). NN og HP eru óháðari fyrirmyndunum málfarslega. Sá
fyrrnefndi yrkir: „Best vakta æru þina þu / þin eign er allra besta su“
og Hallgrímur: „Best þin//ar æru geym og giæt, / gerseme su er harla
mæt.“ í seinni hluta þessa erindis má þó sjá að Hallgrímur nær betri
tökum á þýðingunni en sá ókunni sem hefur: „eitt sin/i tópud fæst ecke
avalt / eitt sinn burt voga henne ej skallt.“ Hallgrímur hefur hins vegar:
„ef hun þier sleppur eitt sin// frá / eingen// er von til henne ad naa.“
í 3. erindi, sem fjallar um mikilvægi þess að kunna að þegja og forð-
ast baktal, agg og róg, segir á þýsku: „Mit schweigen sich vorredt'8
niemandt, / klapffen bringt manchn in Siind und schandt.“ (leturbreyt-
ing mín). Og á lágþýsku: „Mit schwygen sick vorredt nemand, / klaffen
bringt menningen in Sund vnd Schand.“ Þetta þýðir Ólafur á Söndum
svo: „med þogn sig eingen// mistala ma / en// maluger rata J skom/?/ og
þra.“ Sich verreden þýðir að tala af sér; að mistala sig er hins vegar á
þýsku sich versprechen. Danska þýðingin er öðruvísi: „haff ten for
tunge, giff ingen last, thi klafferen haffuer mange sin lyke forkast.“
„Ten“ er hér skýrt í útgáfunni sem ritháttur fyrir „tand“19. Þetta er
orðatiltækið „holde tand for tunge“ sem skýrt er svo í Ordbog over det
Danske Sprog: „tilbageholde en ytring (som ikke bpr komme frem);
tie (i rette 0jeblik)“.20 NN hefur mjög svipað orðalag: „still þina tungu
stunda frid, / steifft hefur sumum málædid.“ HP fylgir hins vegar
greinilega þýska textanum (eða þýskum texta): „med þógn sig eingen/z
fortalad2' fieck, / fiólordu/?/ jafna// jlla gieck.“ Áberandi er hve fast ÓJ
18 Stafsett þannig í Greifswalder Gesangbuch 1597 en verredt í Porst Gesangbuch
1736.
19 Danske Viser VII Ordsamling Tillæg, 249.
20
‘ Ordbog over det Danske Sprog 23. bind, Kobenhavn 1969,1. prentun 1946.
21 í aðalhandriti kvæðisins stendur reyndar „mistalað” en öll önnur handrit hafa „for-
talað“ (nema Lbs. 1119 8vo sem hefur „forgripið"). í útgáfu kvæðisins tel ég nauðsyn-