Gripla - 01.01.1995, Page 72
70
GRIPLA
maður sjálfur meira en nóg. í þýska textanum er í síðara hluta þessa
erindis bent á að þeir sem ekki sinni þessu geti endað á sama hátt og
ríki maðurinn í dæmisögu Jesú.:2 ÓJ þýðir: „annars þig henda alit eins
kfl«n / og oss seiger Chrátr vm rijka mann.“ í dönsku þýðingunni er
ekkert minnst á ríka manninn, en bent á að Guð muni ef til vill launa
viðkomandi á sama hátt, þ.e. að aðrir aðstoði hann þegar á þarf að
halda. Þetta erindi er hér á dönsku til vinstri og í þýðingu Hallgríms til
hægri. Eins og sjá má fylgir Hallgrímur í þessu erindi danska textanum:
Guss arme betencke, naar dig lider well, Gef ólmusur ef attu aud
saa kand dig hendes dett same skill; og aumka þann sem lijdur naud,
om Gud som haffuer lycken hoss sig Gud i huors hóndun; heill þij/í er
vill dett for vende, dine b0rn eler dig. hann mun slijkt aptur giallda þier.
Hins vegar fer NN hér sína leið:
Guds magt hugleid þa geingur vel,
Gude þitt rad a hendur fel,
luckann þin er i hende hanz,
haf gat a bodum skaparanz.
Fyrri hluti 8. erindis (H) er svipaður í öllum textunum en seinni hlut-
inn mismunandi. Erindið fjallar um þakklæti: „Hat dir jemandt was
guts gethan, / dar soltu stets gedencken an“. Þýðingar Ólafs á Söndum
og Hallgríms eru óvenju sviþaðar hér. Ólafur yrkir: „Hafi þier nockur
til goda giortt, / giarnan þeís ætijdÓTiin/Jugur vertt“ og Hallgrímur:
„Hafe þier gim til goda giórt / godmin/iugur þm jafnmt vert.“ Síðari
hluti þessa erihdis er á þýsku: „Es sol dir sein von hertzen leyd, /
wenns deinem Nechsten vbel geht“ en danski textinn er nokkuð frá-
brugðinn:
Haffuer nogen beuist dig ære eller gaatt,
om du dett glemer, dett er dig en stor spott;
hoss gamell och wnge dett siges mett skiell,
att gode gierninger lpnes sellen well.
Hallgrímur er sá þýðandi íslenskur sem fer hér næst danska textan-
22
Sbr. Lúk. 16,19-31.