Gripla - 01.01.1995, Page 75
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
73
i þanka fast, / þad mune kun/ia ad um/?zbreitast.“ HP fylgir dönsku
þýðingunni fastast eftir: „Luckan/z huort helldur er möt eda med, /
mynstu ad hafa stódugt gied, / skialldan/z er upphaf ending lykt, / opt
gefr raunen/z vitne um slijkt.“
12. erindi (M) fjallar um mikilvægi þess að hafa stjórn á skapi sínu:
„Messig im Zorn sey allezeit, / vmb klein vrsach erheb kein streit: /
Durch Zorn das hertze wird verblendt, / das niemandt recht darin er-
kendt.“ í þessu erindi er efni allra textanna hið sama. Enginn fylgir
þýska textanum þó fastar eftir málfarslega en ÓJ: „Matan/z j reidi og
medalhöf hallt, / mas og stiriolld ei reis vm allt, / þui ramblindzzr hiartt-
ad reidin/z brad, / riettsyne fær þa eingin/z gád.“ NN hefur erindið
svona: „Med reide alldrei byria ber / breitne þina nie athafner, / marg-
ur i bræde verk þad van/z / sem vard þo leinge ad ydrast han/z“. Hann
byrjar erindið á sama hátt og danska þýðingin: „Mett wrede du aldrige
din sag bestile". Og þýðing HP er ekki ósvipuð: „Med reidu/zz hug ei
hondla neitt / huad til göds enda verdur25 leidt, / margur i brædi verk
þad van/z / sem \ard þo mest ad jdrast ha/zn.“26 í seinni hluta þessa er-
indis líkist þýðing HP þýðingu NN svo mjög (sama orðalag, sömu rím-
orð) að það vekur grun um að tengsl séu milli þeirra.
13. og 14. erindi þýska sálmsins víxlast í dönsku þýðingunni. Efni 13.
erindis á þýsku er: Fyrirverð þig ekki fyrir að þiggja ráð eða læra eitt-
hvað af þeim sem veit meira en þú sjálfur. Sá sem kann eitthvað er
mikils metinn en enginn kærir sig um þann sem er „ungeschickt“, þ.e.
klaufalegur eða heimskur. Þetta erindi hefst á orðunum „Nicht schem
dich ..." og stendur því fyrir bókstafinn N. Á dönsku er þetta erindi
hins vegar nr. 14 og hefst á orðunum „Om nogen dig lerer dett du ey
kandtt ..." og stendur fyrir O. Samsvarandi erindi á þýsku er efnislega
þetta: Ef einhver ber upp klögumál sem þér er ætlað að skera úr um,
skaltu ekki trúa öllu sem hann segir undireins, heldur hlusta einnig á
hinn aðilann, áður en þú kveður upp úrskurð þinn. Þetta er efni 13. er-
indis í dönsku þýðingunni sem hefst á orðunum: „Naar nogen itt klage-
maal for dig fpre ...“. Hjá NN og HP er hins vegar sama erindaröð og í
þýska textanum:
25 Ofanmáls milli „enda“ og „verdur“ er í DKNVSB 41 8vo skrifað „(villtu)“ bls.
353.
'6 Þýðing NN er ekki eins lík þýðingu HP í JS 235 8vo: „margur i brædi mælltj og
vann / margt þad sem leingi idrast hann.“