Gripla - 01.01.1995, Page 80
78
GRIPLA
V-erindið hjá Hallgrími á sér hins vegar enga fyrirmynd, hvorki í þýska
né danska textanum, a.m.k. þeim sem höfundur þessarar greinar hefur
undir höndum. í þýðingu NN er vers sem samsvarar erindi Hallgríms al-
gjörlega efnislega en hefst á bókstafnum U:
HP: NN:
Ven þig alldrei med agg og rög Underhiggiu þu alldrej med
ad sama/idraga fiarens plög, armara til þi'n drager fied,
þad ferst med sorg sem fæst med synd, ranglætisgrode rienar vest,
fridsamt32 braud þier un og lynd. riettfeingin/7 audur þienar best.
Þetta bendir enn til þess að samband sé milli þessara tveggja þýðinga
eða að um fleiri gerðir af kvæðinu sé að ræða á þýsku eða dönsku og þar
sé fyrirmynd þessa erindis.33 V-erindið hjá NN á sér enga samsvörun hjá
HP. Það hefst á mjög svipaðan hátt og hið danska, en síðari hluti þess er
efnislega sér á báti. Hér er til vinstri erindið á dönsku og til hægri þýðing
NN:
Wenlig i din omgengelse du dig hole,
dett er icke smutt att were forstoltt;
thi aldrig attes mand for den han er,
om han sig selluer mone haffue for kier.
Vidmote godu vik þier af,
vid alla samt ej malbragd haf,
eim kan/iskie þier fyrer augum hlö,
eitrad falz geimde tungan/i þo.
Xerxes konungur kemur oft við sögu í gyllinistafrófum, enda ekki mikið
úrval af orðum sem byija á x. Hann var Persakóngur og uppi á árunum
486-465 f. Kr. Hann á jafnan að vera mönnum víti til vamaðar. Á þýsku er
erindið svona:
Xerxes verlieB sich auff sein Heer,
daríiber wart geschlagen sehr:
32
Mörg handrit hafa: vid fridsamt ...
33 Ljóst er að um fleiri gerðir er að ræða á þýsku. í safnritinu Das katholische deut-
sche Kirchenlied er fyrsta erindi sálmsins prentað eftir Rheinfelsisches Gesangbuch frá
1666 og er þar nokkurn veginn alveg eins og fyrsta erindið í Greifswalder sálmabókinni.
Hins vegar segir þar aftan við að kvæðið sé upprunlega á lágþýsku (plattdeutsch) og sé
varðveitt í handriti nunnunnar Catherine Tirs, skrifuðu 1588 í nunnuklaustrinu Niesing í
Munster sbr. 12. nmgr. hér að framan. Fyrsta erindið er prentað eftir handritinu og er
textinn greinilega annar en sá lágþýski sem prentaður er í sálmasafni Wackernagels, sbr.
þessa grein, bls. 66.