Gripla - 01.01.1995, Page 81
ÞÝSKT GYLLINISTAFRÓF
79
So du most kriegen, Gott vertraw,
sonst alle zeit den frieden baw.
ÓJ fylgir þýska erindinu nákvæmlega: „Xerxses treysti a herlid hraust, /
hítnn var þui sleiginn vægdflriaust, / J orustu fast a e/m gud tru, / cnn þar a
mille frid halltu.“ Ólafur hikar ekki við að þýða „geschlagen“ með „sleg-
inn“ í þeirri merkingu að hann hafí beðið afhroð í hemaði. í þýska textan-
um er gerður greinarmunur á hegðun manna í stríði og á friðartímum. í
dönsku þýðingunni er á hinn bóginn lögð áhersla á að Xerxes hefði hlotið
völd og frægð, hefði hann aðeins treyst Guði. Danski textinn er hér til
vinstri og þýðing NN til hægri, sem fylgir danska textanum eins og sjá má
og tekur upp eftir honum orðið foragt:
Xerxes forlod sig paa welde och matt,
hor offuer han kom i stor foratt;
han hade faat matt rett wisselige
hade han for altt hatt Gud mett sig.
HP þýðir þetta erindi svona:
Xerxes kongur forduw freckt
forliet sig uppa valld og megt,
fieck þo mynkun og sorg til sanns,
sier huor varest þuj dæmi hanns.
Xerxes stolade mióg a magt,
mest af þvj sama hlaut forakt,
han/i þvj um/n Drottin/i hyrte ej par,
hómim lítt tökust bardagar.
Sögnin forláta hjá Hallgrími getur hvort sem er verið mynduð af forlade
á dönsku eða verlassen á þýsku. Sögnin að forláta sig (upp) á eitthvað
merkir að treysta einhveiju (nokkur dæmi um það eru í seðlasafni Orða-
bókar Háskólans). Orðin vald og mekt hjá honum benda fremur til danska
textans. Hallgrímur lætur sér nægja að leggja áherslu á það sem kemur alls
staðar fram: Xerxes treysti á völd sín og það fór illa fyrir honum. Hann
sleppir að ræða hvemig menn eigi að haga sér í stríði og friði og nefnir ekki
að velgengni í hemaði byggist á því að menn treysti Guði.
Y-erindið er svo á þýsku:
Ye lengr je mehr kehr dich zu Gott,
das du nicht werdst des Teuffels Spot:
Der Mensch ein sodan lohn wird han
als er im leben hat gethan.
Pýðing ÓJ:
Yferbæt þig og ad Gudi snu,
suo andskotans spottfugl ve/der ei þu,
lijka sem madunnn lifer til hier
laun mun ha/m taka a sialfum sier.