Gripla - 01.01.1995, Síða 82
80
GRIPLA
Eins og maðurinn sári, mun liann uppskera, er efni þýska kvæðisins. í
dönsku þýðingunni kemur hins vegar hin svokallaða gullna regla eða þessi
orð Krists úr fjallræðunni: „Allt sem þér viljið, að aðrri menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra.“M NN fylgir danska textanum greinilega:
Ydermere derffor besynderlig ler
Gud offuer all tingest ellske och ære;
din neste du och dett same skiell bette
som du wilde dig aff hanem skulde skee.
Ydia þin sie þad allra mest
elska þin/j Gud og heidra best
gior þad hvórium er gimest þier
giöre sem flester menuemer.
HP tekur hér dönsku þýðinguna fram yftr þýska textann:
Yfer allt fram þu ottast Gud,
elska og vird hauns he//og bod,
odrum raadhollur eimenn siert,
eins og þu villt ad þier sie giórt.
Síðasta erindi þýska kvæðisins hefst á bókstafnum z:
Zier all dein thun mit redlicheit,
gedenck zum endt den letzten bscheidt,
Denn vor gethan vnd nach bedacht
hat manchen in groB leyd gebracht.
Fyrri hluti síðasta erindisins í dönsku þýðingunni samsvarar þessum
erindum, en síðari hlutinn hefur annan og jákvæðari tón:
Rett du din dontt35 mett all hpffueskhed
betenck dpden er din siste affsked;
sett stadig din tro till Jessus Ckriste,
saa winder du himerig glede forwiste. Amen.
Danski þýðandinn hefur ekki séð sér fært að byrja þetta erindi á Z.
Hann kýs fremur að halda efni fyrri hlutans, þótt það kosti það að
hann verði að yrkja annað erindi sem byrjar á R. Þetta lokaerindi sitt
byrjar ÓJ á orðinu „síprýð“, stafsett með Z: „Zýprijd med æru þitt
odal allt, / enda godan/7 þut firer sia skallt, / þui ad;</- giortt en/7 vm sie
þeinkt, / opt hefur morgra hug þad kreinkt."
Matt. 7,12.
35
Dontt = dont = gærning, arbejde, sbr. Danske viser VII, 95.