Gripla - 01.01.1995, Page 85
PÝSKT GYLLINISTAFRÓF
83
sem segir að maðurinn hljóti laun eftir verkum sínum. í 13. og 14. er-
indi er erindaröð hjá honum eins og í þýska kvæðinu, nánar tiltekið N-
erindin og O-erindin eiga efnislega saman þar sem efninu er víxlað í
dönsku þýðingunni. í 19. erindi, síðari hluta, fylgir hann þýska kvæðinu
eftir þar sem danska þýðingin víkur frá því. U-erindi hans fylgir efni V-
erindis í þýska kvæðinu sem kemur hvergi fram í dönsku þýðingunni. í
Þ-erindi hans er efni sem virðist sótt í síðasta (Z) erindið í þýska kvæð-
inu, þ.e. að hugsa málið til enda þegar verið er að áforma eitthvað. En
einnig eru nokkur dæmi um efnisatriði sem hann bætir við frá eigin
brjósti.
Engin dæmi eru um að ókunni þýðandinn taki þýska textann fram
yfir þann danska né að hann noti hann að öðru leyti, en nokkur um að
hann fylgi ekki danska textanum og lítur út fyrir að hann leggi þar
sjálfur til efni. Dæmi um það er K-erindið sem fjallar ekki um að vara
sig á smjaðri heldur um að gleyma ekki að biðjast fyrir á kvöldin.
Hann virðist ekki hafa þekkt þýska frumtextann, þó með þeirri undan-
tekningu að 13. og 14. erindi snúa í þýðingu hans eins og í þýska kvæð-
inu en ekki eins og í dönsku þýðingunni. Nokkur atriði benda til sam-
bands milli þessarar þýðingar og þýðingar Hallgríms. Hugsanlega hef-
ur þýðing Hallgríms verið höfð til hliðsjónar og gæti það verið
skýringin á áðurnefndri erindaröð. U-erindið hjá ókunna þýðandanum
á sér hvergi samsvörun nema í þýðingu sr. Hallgríms. Þ- og Æ-erindin
(sem þeir eru einir með) fjalla hins vegar ekki um sama efni. Greini-
legt er að ókunni þýðandinn hefur þekkt dönsku þýðinguna því að hjá
honum kemur fyrir orðalag þaðan, sem hvorki er hjá Ólafi né Hall-
grími.
Með siðbreytingunni bárust eins og kunnugt er menningarleg og
hugmyndafræðileg áhrif hingað til lands aðallega frá Danmörku og
Þýskalandi. Ólafur á Söndum er fæddur rétt eftir siðbreytinguna og í
þýðingu sinni fylgir hann þýska frumtextanum svo fast að það bitnar í
sumum erindum bæði á málfari og hugsun. Hallgrímur er rúmlega
hálfri öld yngri en hann og leyfir sér að taka ýmist þýska kvæðið eða
dönsku þýðinguna til fyrirmyndar eða yrkja frá eigin brjósti og árang-
urinn er kvæði sem er á góðu, íslensku máli, þrátt fyrir nokkur töku-
orð, fellur vel að íslensku bragkerfi og setur efnið skýrt fram, eins og
sést best á samanburði við hinar þýðingarnar tvær.
Dygðir og lestir eru eitt vinsælasta efni barokktímans segir Wilhelm
Friese í doktorsritgerð sinni: