Gripla - 01.01.1995, Side 108
106
GRIPLA
fram, að kaflann af hrakningum Hrafnkels og trúskiptum skuli túlka í
víðara trúarlegu samhengi.
Frásögnin af eyðileggingu hofsins er mjög undarleg. Samskonar lýs-
ingar eru alþekktar í frásögnum af kristniboði, eins og í Óiafs sögu
Tryggvasonar, þar sem hestur Freys kemur einnig við sögu, en þar eru
trúboðar að verki (Flateyjarbók:401-3). Niðurhöggsmennirnir í Hrafn-
kels sögu eru aftur á móti höfðingjar sem samkvæmt tímatali sögunnar
ættu að trúa á heiðin goð. Þessi meðvitaða tímaskekkja rennir enn
frekari stoðum undir þá skoðun mína, að sagan eigi alls ekki að vera
sögulega rétt, heldur sé allegóría um höfðingjaveldi á íslandi. Rætur
hennar kunna að liggja í heiðni eða í gamalli munnmælasögn, en höf-
undur hefur sveigt hana að því marki sem hann setti sér í upphafi
hennar. Enginn þáttur er tilviljanakenndur í Hrafnkels sögu. Sagan er
rammlega sett saman og draumur Hallfreðar í Geitdal fyrirboði at-
burðanna allra.
Sagan segir svo frá þegar Hrafnkell fær fréttir af þessum atburðum á
Aðalbóli:
„Ek hygg þat hégóma at trúa á goð“, ok sagðisk hann þaðan af
aldri skyldu á goð trúa, ok þat efndi hann síðan at hann blótaði
aldri. Hrafnkell sat á Hrafnkelsstpðum ok rakaði fé saman (16. k.).
Frásögnin af trúskiptum þessa tilfinningamikla trúmanns lætur lítið yfir
sér, rétt eins og athugasemdinni sé bætt við til áréttingar. Ekki er
greint frá reiði hans né sársauka vegna þessara atburða, heldur gengur
hann af trúnni að vel athuguðu máli, líkt og gerðist á Alþingi árið 1000.
Orðalagið bergmálar staði í ýmsum trúarlegum textum, svo sem ritn-
ingunni, þar sem hégóma ber oft á góma. En ákveðinna fyrirmynda er
ekki þörf, þegar um svo afdráttarlaus umskipti er að ræða. Höfundur
ítrekar að ásælni Hrafnkels breytist ekkert við þennan atburð. Næsta
setning víkur strax að fésæld hans, svo að ljóst er að þrátt fyrir að
Freyr sé horfinn úr huga hans, er veraldlegur vegur hans engu minni.
Enda þótt skaplyndi Hrafnkels mildist eftir hrakningar hans virðist
héraðsstjórn hans ekki breytast þegar hann kemur að Hrafnkelsstöð-
um. Valdsmennska hans er söm og áður: vildi svá hverr sitia ok standa
sem hann vildi (16. k.). En hefndarþörfin hefur ekki dofnað. Þolinmóð-
ur bíður hann lags og hreyfir sig ekki fyrr en hann getur höggvið bráð-
ina í einni atlögu. Hann veiðir Eyvind í gildru sína og drepur hann eins