Gripla - 01.01.1995, Page 109
TRÚSKIPTI OG PÍSL í HRAFNKELS SÖGU
107
og dýr í festi (18. k.). Raunar er eftirtektarvert að ekki er sagt berum
orðum að Hrafnkell hafi vegið Eyvind heldur fellur hann fyrir höndum
hans og liðsmanna hans. Skýr munur er á ofsamanninum sem áður
stóð í frækilegum einvígjum í heiðnum sið og hjó Einar, og þeim er
ræðst með fjölmenni að Eyvindi. Aðferð hins endurreista Hrafnkels er
önnur og hermannlegri, en markmiðið það sama.
Eftir vígið ríður Hrafnkell heim að Hrafnkelsstöðum til að snæða,
en heldur svo óhikað áfram för sinni til Aðalbóls, tekur Sám úr rekkju
sinni síðla kvölds og setur honum afarkosti. Hann kúgar hann til undir-
gefni. Sámur kvartar undan meðferðinni við Þjóstarssonu, en fær ekki
stuðning þeirra til að ná rétti sínum gagnvart Hrafnkatli. Sagan er í
engum vafa um óréttmæti aðgerða Hrafnkels:
fekk hann [Sámr] aldri uppreist móti Hrafnkatli meðan hann
lifði (20. k.).
í D-gerð sögunnar er hnykkt enn frekar á yfirgangi Hrafnkels í héraði
við lok sögu: fekk hann aldri uppreisn né rétting. Niðurstaða sögunnar
um óbilgjarna og stranga, og jafnvel óréttmæta héraðsstjórn Hrafnkels
verður þannig afdráttarlausari.
5
Hrafnkels saga er gædd mörgum einkennum sem lúka upp sögunni
sem allegóríu um höfðingjavald á íslandi. Hin trúarlegu tákn eru þar í
fyrirrúmi: víg Einars, písl Hrafnkels, uppbygging veldis hans, dráp
Freyfaxa, eyðilegging hofsins og trúskipti Hrafnkels. Ein tilvísun er
enn ónefnd: siglingar þeirra manna sem valda mestum straumhvörfum
í lífi Hrafnkels.
Hrafnkels saga fjallar um menn sem vinna verk sín heima í héraði.
Hrafnkell kemur fimmtán vetra til íslands. Landnám hans er eyðidalur
til fjalla; frægðarverk ytra eru fjarri leikvangi hans. Einu nafngreindu
mótgangsmenn hans eru bændur, Sámur og Þorbjörn, sem eru mátt-
lausir andstæðingar hins vígaglaða ofsamanns. Tvisvar stíga menn að
utan inn á sögusviðið, Þorkell Þjóstarsson og Eyvindur Bjarnason, sem
eru verðugir andstæðingar Hrafnkels og valda óbeint búferlaflutning-
um hans. Þeir hafa verið utan í sjö vetur þegar þeir koma til sögunnar