Gripla - 01.01.1995, Page 111
TRÚSKIPTI OG PÍSL f HRAFNKELS SÖGU
109
Eyvindur ber sig riddaralega þegar hann nemur staðar og bíður Hrafn-
kels sem er á þeysireið á eftir honum. Hann treystir sáttum bróður síns
og Hrafnkels, og trúir því að hann standi fyrir utan deilur þeirra. En
Hrafnkell eyðir engum kurteisisorðum á Miklagarðsfarann; hann og
menn hans drepa hann eins og hverja aðra skepnu.
Landafræði íslendingasagna skiptir máli við túlkun þeirra (Torfi H.
Tulinius 1990:142-3). Lönd og borgir höfðu ákveðna þýðingu í huga
sagnaritara. Örnefni eru ekki nöfnin tóm, heldur bregða þau upp
mynd af landi, staðháttum, sögum og trúarlífi og skírskota þannig til
veruleika áheyrenda. Þar sem Hrafnkels sögu skortir frásagnir af
frægðarverkum erlendis stingur það í augum að Eyvindur og Þorkell
skuli báðir hafa lagt leið sína til Miklagarðs. Eyvindur hafði þegið góð-
ar virðingar af Grikkia konungi (3. k.) og Þorkell var handgenginn
Garðskonunginum (9. k.). Mikligarður, prýddur hinni stærstu og glæsi-
legustu kirkju Ægisif, er ein þeirra borga sem lýst er í Leiðarvísi Niku-
lásar Bergssonar sem líklega var ritaður á tólftu öld (5. k.). Borgin var
mikilvægur áningarstaður á suðurgöngu hins kaþólska manns.
í samhengi sögunnar skiptir máli að Eyvindur og Þorkell hafi dvalist
með kóngi í Konstantínópel. Þeir hafa ferðast víða, en eini nafngreindi
staðurinn sem þeir báðir sækja heim fyrir utan Noreg er Mikligarður.
Að mínu áliti er mögulegt að höfundur sé að gera því skóna að þeir
hafi orðið kristnir, því að ekki er líklegt að heiðnir menn hefðu þegið
slíkar sæmdir af konunginum í Miklagarði. Frásögnin af Finnboga
ramma í samnefndri sögu er þó athyglisverð í þessu sambandi. Finn-
bogi kom til hirðar konungs í Grikklandi og sannaði gervileika sinn.
Þegar konungur bað hann að taka kristna trú, hikaði Finnbogi en sagð-
ist heita honum ef þessi boðskapur kemur norður í land þá skulu fáir
taka þann sið fyrr en eg og alla til eggja þá er á mín orð vilja hlýða
(20. k.). í þessum þætti sögunnar er Finnbogi baðaður ljóma umbyrð-
arlyndis hinnar kristnu trúar sem enn á eftir að ferðast til norðurhjara
veraldar. Á sama hátt tel ég að Þorkell og Eyvindur flytji með sér til
íslands hugsjónir sem séu í andstöðu við ríkjandi hugmyndir heiðinna
íslenskra höfðingja af ætt Hrafnkels. Þorkatli tekst að brjóta heiðingj-
ann á bak aftur og hefja hann til nýs lífs, en Eyvindur verður fórnar-
lamb þess misskilnings að samfara trúskiptum Hrafnkels hafi hin forna
hefndarskylda sljóvgast.
Nálægð Miklagarðs í textanum gefur sögunni framandlega og trú-
arlega vídd. Þorkell og bróðir hans steypa Frey eða fjandanum af stalli