Gripla - 01.01.1995, Page 113
TRÚSKIPTI OG PÍSL f HRAFNKELS SÖGU
111
skurn ástæður þess að höfðingjar halda velli. Höfðingjar kunna ein-
faldlega að stjórna og kúga; Sámur hikar og tapar.
Miðkaflinn opnar síðan fyrir öðrum túlkunum á sögunni. Rétt eins
og kristnitakan gegnir lykilhlutverki í ýmsum íslendingasögum, s.s.
Njálu, Laxdælu og Eyrbyggju, Iæðir höfundur henni lymskulega inn í
sögu af heiðnum sið. Hér er auðvitað ekki um sannkallaða kristnitöku
að ræða, heldur einungis fyrra stig hennar, þ.e. afneitun hins forna
átrúnaðar. Skrefið er ekki stigið til fulls. Hrafnkell skilur ekki við Frey
eða heim hans til að gangast undir boðorð Krists, heldur má fremur
segja að hann skírist til trúar á mátt sinn og megin, líkt og löngum hef-
ur loðað við metnaðarfulla höfðingja, eins og Sighvat og son hans
Sturlu á þrettándu öld. En ofmetnaður slíkra manna er þó ekki næg
átylla þess að þeim hafi verið velt af valdastóli.
Án pyndinga Hrafnkels og trúleysis væri Hrafnkels saga ekki svo
hárnákvæm ádeila á eðli höfðingjavalds, eins og raun ber vitni. Hinn
endurborni Hrafnkell, tvíefldur og umvafinn liðsmönnum sínum, sér
spegilmynd sína í hinum heiðna tvífara sínum. Sá heiðni var heill og
samkvæmur sjálfum sér í afstöðu sinni til einvígja sinna og elskur að
guði sínum. Hrafnkell hins nýja siðar á ekki hógværð og einlægni trú-
arinnar, heldur situr hæstur sjálfur - fágaðri og hægari við fyrstu sýn -
en fremur athæfi sín incognito - og með fádæma hörku.
HEIMILDIR
Andersson, Theodore M. 1988. ‘Ethics and Politics in Hrafnkels saga’, Scandi-
navian Studies 60, 293-309.
Biblían. Heilög ritning. Gamla testamentið og nýja testamentið, ný útgáfa. 1981.
Reykjavík: Hið íslenska Biblíufélag.
Bjarni Guðnason. 1993. Túlkun Heiðarvíga sögu, Studia Islandica 50, Reykja-
vík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands.
Brown, Peter. 1982. The Cult of the Saints. Its Rise and Function in Latin
Christianity, The Haskell Lectures on History of Religions, New Series, No.
2, Chicaco: The University of Chicaco Press.
Davíð Erlingsson. 1971. ‘Etiken i Hrafnkels saga Freysgoða’, Scripta Islandica
21, 3-41.
Einar Pálsson. 1988. Stefið. Heiðinn siður og Hrafnkels saga. Rætur íslenzkrar
menningar, Reykjavík: Mímir.