Gripla - 01.01.1995, Page 198
196
GRIPLA
heim til Alvarar, segist hún hafa „vaknað“, hvað svo sem hún á við
með því.
B gerðin lýsir því í fimm vísum (fimrn og hálfri í Lbs. 558 8vo)
hvernig Katla og Alvör fara saman á ferju, og Alvör kynnir sig fyrir
Kötlu sem sér „hennar (hagleg) húsakynni". Vísurnar eru nokkuð
samhljóða innbyrðis um orðalag en erindaröð er örlítið breytileg þann-
ig að hálf erindi flytjast til.
í A1 eru þrjár uppskriftir með fimm vísur í þessum kafla, ein (AM
154 8vo viii) með sex og ein (NKS 1141 fol) með sjö. Lengri uppskrift-
irnar tvær og AM 154 8vo vi eru samstiga með erindaröð en í hinum
tveimur víxlast vísurnar, heilar eða hálfar, þegar fyrstu vísu kaflans
sleppir. Hver helmingur, utan einn, í þessum tveimur á sér samsvörun í
hinum uppskriftunum.
í A2 eru fimm og fjórar vísur í þessum kafla, með víxluðum vísuhelm-
ingum að lokinni fyrstu vísu. Hver helmingur á sér hliðstæðu í A 1.
Efnismunur A og B birtist í síðustu tveimur vísum kaflans í B (sem
eiga sér ekki samsvörun í A) þegar Alvör kynnir sig sérstaklega og tek-
ur Kötlu með sér á báti. í A gerðunum segist Aivör aftur á móti eiga
sín húsakynni „yfir á þvera“ en för þeirra Kötlu yfir vatn er ekki lýst.
c. Tekið á móti Kötlu að Alvarar.
í B eru tvær vísur ætlaðar undir móttökurnar sem Katla fær áður en
hún er leidd fyrir Kár, son Alvarar. Katla sér lítinn bæ og hagleg húsa-
kynni, og er leidd inn í vandað herbergi þar sem fögur fljóð „þóttust
mig allar þessar kenna.“
Mikill ofvöxtur hefur hlaupið í móttökurnar í A því að þar hljóma
allt upp í tíu vísur áður en Kár kemur fram á sviðið (sjö í Thott 489
8vo III og níu í AM 154 8vo vi). Orðalagslíkindi milli gerðanna eru
bundin við einstök orð líkt og í þessum helmingum úr upphafi kaflans:
AM 154 8vo X (B)
16.
Sá eg lítinn bæ
við lóðar skeiða
það voru hennar hagleg
húsakynni
AM 147 8vo (Al)
18.
Pá sá eg hennar
húsakynni,
hvergi var á bústað
betra að líta,
AM 154 8vo vii (A2)
16.
Þá sá eg hennar
húsakynni
leit eg ei betri
búgarð lítinn
Vísurnar sem á eftir fylgja í A eru nokkuð samstiga í báðum gerðun-
um. Nokkrir helmingar og línur víxlast og orðalagsmunurinn hér að
neðan sýnir sveigjanleika textans: