Gripla - 01.01.1995, Page 206
204
GRIPLA
Katla hafi ekki átt neina sök og spyr hvort þeir telji þá seka sem rati í
vömm eða sjónhverfingar í blundi! (10 erindi, 9 í Lbs. 558 8vo).
g. Már sœkir Kötlu og biður hana að koma og segja bræðrunum alla
sögu, sem hún samþykkir (3 erindi).
h. Katla kemur og segir sögu sína þannig að bræðurnir sefast; enda
með því að hæla Má fyrir hans þátt í þessu máli og mælast til ævi-
langrar vináttu við hann (6 erindi).
i. Að sögulokum er greint frá miklum ástum þeirra Más og Kötlu,
færsælum búskap Kára, sem vissi sitt af hverju um „strauma gang og
stjörnulistir“, og höfðingsskap Ara sem margir menn eru komnir af (4
erindi).
B gerð Kötludraums lýkur á þremur erindum (tveimur í Lbs. 558
8vo) um kvæðið sjálft, form þess og að nú sé fólki boðin þessi brag-
smíð sem nefna megi Kötludraum.
Samantekt
Af ólíkum gerðum Kötludraums kemur fram að efnismunur þeirra er
einkum fólginn í því að A gerðin blæs út heimsókn Kötlu til húsa Al-
varar og gerir skýra grein fyrir óyndi Kötlu í sæng Kárs. B gerðin gefur
hins vegar í skyn að Katla láti sér vel líka enda þótt hún sé sinnulaus
vegna hótunar Alvarar. Með viðbót sinni leggur B gerðin einnig mesta
áherslu á hörkuleg viðbrögð bræðra Kötlu og réttlætiskennd þeirra
þegar þeir heyra öll málsatvik. Þá kemur dauði Kárs fram með ólíkum
hætti í gerðunum, annars vegar í beinni frásögn í A en ekki fyrr en í
orðum Alvarar í B eins og rakið var. Að öðru leyti eru efnisatriði flest
þau sömu í þeim köflum sem sambærilegir eru.
Aftur á móti er munur á orðalagi og erindaskipan víða mikill, eink-
um á milli megingerðanna. Sums staðar, einkum í upphafi kvæðisins
eða í byrjun hvers efnisþáttar, er orðamunur óverulegur svo stappar
nærri orðréttri geymd. Þar sem munurinn er meiri í miðri frásögn má
kalla textann „fljótandi“ og orðalagslíkindi eru þá bundin við einstök
orð á stangli sem, ásamt efni, vísa til þess að hér sé um „sama“ kvæði
að ræða. Þess eru einnig dæmi að breytileikinn sé haminn innan ákveð-
inna marka. Þá birtist frjálsræði í textameðferð í því að algengum heit-
um er skipt út en umgjörðin helst lítið breytt. Er slík geymd ekki fjarri
því sem Lars Lönnroth (1971:18) hefur haldið fram um eddukvæði: