Gripla - 01.01.1995, Page 207
KÖTLUDRAUMUR
205
It seems evident, however, that some parts of an Eddic poem
were more susceptible to change than others, and these parts
were probably, at least most of the time, the ones that were the
least important from a structural standpoint, and which contain-
ed the most conventional, formulaic and “ornamental” material.
On the other hand, most of the essential verse lines probably
remained fixed in the tradition. We find a similar relationship
between fixed and variable verse lines in the transmission of
popular ballads.
Þessi lýsing á að nokkru leyti við um varðveislu Kötludraums. Sú meg-
inhugmynd kvæðisins helst óbreytt í öllum gerðum og uppskriftum að
Katla sé ekki í neinni sök þó að hún hafi orðið barnshafandi eftir ann-
an en eiginmann sinn, enda hafi hún verið óvirkur þolandi í því máli.
Mannprýði Más og samheldni þeirra hjóna virðist ávallt vera með svip-
uðu sniði.
ALDUR KVÆÐISINS
Elstu heimildir frá fyrri hluta 17. aldar
Elsta þekkta heimild um Kötludraum er í svigagrein við Grænlands-
annál sem Ólafur Halldórsson (1978:283-292) telur að Jón Guðmunds-
son lærði (1574-1658) hafi samið, líklega á þriðja áratug 17. aldar:
Þeirra son *var Már á Hólum (er nú kallast <á> Reykjahólum)
er átti Þórkötlu (sem Kötludraumur er af) dóttur Hergils hnapp-
rass, sem var sonur Þrándar hins mjóbeina, er nam Flatey. Sonur
Márs eður Kárs og Kötlu var Ari;
(s.rit:39)
Síðan segir annállinn af hrakningum Ara til Hvítramannalands sem
ekki er sagt frá í Kötludraumi en Jón lærði gat lesið um í Hauksbók
Landnámu, sem er sennilegt að hann hafi haft undir höndum. Árið
1641 ritar Jón Samantektir um skilning á Eddu. Þar nefnir hann Kötlu-
draum og segir:
Menn kalla Lioð eitt gamallt Kotludraum sem menn viðkannaz
at ec meina i ollum Islandz fiorðungum, oc er þat æfinntyr ecki
at skrifa, at þat er Islandz monnum næsta alkunnigt, fiógr dægr