Gripla - 01.01.1995, Page 210
208
GRIPLA
Thorkatla Mari uxor Kari Saxicolæ congressu gravida facta, fi-
lium, Aresum nomine, peperit; ut Ode de illo fatali casu confectæ
testantur.
(Þormóður Torfason 1705:12)
Ekki verður vitað hvort allt kvæðið var í þessu riti eins og ætla mætti af
miða Grunnavíkur-Jóns. Hugsanlega bendir svigagrein Þormóðs, um
að nú fari Einar að rekja dæmi, til þess að þar hafi hann hlaupið yfir
kvæðið. Einar var enn á lífi árið 1649 en hvorki er vitað hvenær hann
skrifaði álfaritið né hvernig sá Kötludraumur var sem hann þekkti. Þó
er athyglisvert að Einar var um tíma prestur á Reykjanesi þar sem þau
Katla og Már bjuggu forðum tíð. Ekki er ósennilegt að áhuga Einars á
kvæðinu megi tengja við prestskap hans þar.
Hugmyndir frœðimanna um hœrri aldur
Ekkert verður nú sagt um upphafsmann kvæðisins eða hvort það muni
fyrst hafa verið ort á pappír, eða komist á bækur úr minni skrifara eða
eftir munnlegum flutningi. Ólafur Davíðsson (1898:16) hafnar algjör-
lega fullyrðingu Hallgríms Jónssonar (1780-1836) að kvæðið sé eftir
Jón Guðmundsson lærða og vísar til orða Jóns sjálfs um kvæðið (sbr.
hér að ofan). Jón Helgason (1953:167) taldi víst að sagnakvæði hefðu
gengið í munnlegri geymd fyrir ritun og sagði að hefð slíkra ævintýra-
og sagnakvæða undir ljúflingslagi hefði efalaust mótast fyrir siðaskipti.
Hann færir þó engin sérstök rök fyrir þeirri aldursákvörðun en hefur
líklega í huga orð Jóns lærða um að kvæðið sé gamalt og alkunnugt á
hans dögum. Einnig gerir hann ráð fyrir að einhver óslitinn þráður hafi
legið frá hefð eddukvæða til sagnakvæðanna sem styðjast við sams
konar bragarhátt og skáldamál að nokkru leyti þó að efnið sé ekki hið
sama.
Jón Þorkelsson (1888:205) hafði áður notað, með miklum fyrirvara,
tengsl persóna Kötludraums við þekkt fólk úr fornritum sem vísbend-
ingu um aldur: „har vi sá ikke heri et kriterium for at Kötludraumur er
af en betydelig ælde?“ Nokkrar persónur Kötludraums, Þorkatla, Már
og sonurinn Ari, eru nefndar í Landnámu (S 122, H 94, M 35). Þar seg-
ir meðal annars að Már hafi búið á Hólum og verið sonarsonur Úlfs
ins skjálga er nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells. í
Landnámu fer þó engum sögum af undarlegum draumförum Kötlu eða