Gripla - 01.01.1995, Page 224
222
GRIPLA
Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og Háskólabókasafni í Uppsöl-
um), annað þeirra heilt (Uppsala eintakið). Frumrit Gissurar Einars-
sonar er glatað, en Hólaútgáfan gerð eftir heldur lélegu handriti, Sth.
perg. 10 4to. Þessi rit gaf Chr.W-N út í Bibl. Arn. XV, Kaupmannahöfn
1955. Textann prentaði hann stafrétt eftir Sth. perg. 10 4to og tók lag-
færingar eftir öðrum handritum þar sem þess var þörf. Undir texta eru
prentuð lesbrigði eftir þremur skinnbókum og sex brotum úr skinn-
bókum, en öll þessi handrit hafa verið skrifuð áður en ritin voru prent-
uð á Hólum 1580. Neðst á blaðsíðunum er svo prentaður texti lág-
þýskrar biblíu sem Chr.W-N sýndi fram á að hefði verið það forrit sem
Gissur Einarsson þýddi eftir. Sú biblía var prentuð í Wittenberg 1541.
Um þessi rit fjallar síðan doktorsrit Chr.W-N’s: To bibelske visdoms-
b0ger og deres islandske overlevering. En filologisk studie over Ecclesi-
asticus og Prouerbia Salomonis i det 16. árhundrede. Bibliotheca
Arnamagnæana. Vol. XVI. Kaupmannahöfn 1957. í þessari bók er í
upphafi greinargerð fyrir tilgangi ritsins, síðan stutt yfirlit yfir elstu
biblíuþýðingar, en í meginhluta bókarinnar eru lýsingar á handritun-
um, kafli um þýðinguna og varðveislu hennar, þar sem meðal annars er
fjallað um Gissur Einarsson, ævi hans og störf, en að lokum kafli um
eldri útgáfur.
Þessar bækur voru lengi í smíðum, enda ekkert áhlaupaverk að leita
í öllum þeim biblíum sem höfðu verið gefnar út í Þýskalandi fyrir 1545
hver þeirra mundi hafa verið það forrit sem Gissur þýddi eftir, en þetta
forrit tókst Chr.W-N að finna.
Þessar þrjár bækur sem nú hafa verið nefndar eru höfuðrit Chr.W-
N’s og þau verk sem oft mun verða leitað til meðan íslensk fræði eru
stunduð. Fyrir þessi verk og þann þekkingarauka sem í þeim er að
finna mega Islendingar vera honum þakklátir.
í formála fyrir To bibelske visdomsb0ger tekur Chr.W-N fram að rit-
gerðin ‘bygger pá resultater af syv árs arbejde’ og að ‘Fremstillingen
undgár næppe helt at bære præg af hovedsagelig at være blevet til i se-
ne nattetimer.’ (Bls. IX.) Næturvinnan stafaði að vísu ekki einvörð-
ungu af því að honum gæfist ekki tími til að vinna við ritgerðina á dag-
inn vegna annarra starfa. Maðurinn var að ýmsu leyti sérstæður, og eitt
af sérkennum hans var að sitja við vinnu fram yfir miðnætti og ganga
ekki til náða fyrr en langt var liðið á nótt.
Chr.W-N var ráðinn stundakennari (undervisningsassistent) í nor-
rænu við Hafnarháskóla 1947 og síðar lektor árin 1955-57. Hann var