Gripla - 01.01.1995, Page 227
CHRISTIAN WESTERGÁRD-NIELSEN
225
Naar Realiteterne synes at overmande et Menneske, f0ler man
sig undertiden tilskyndet til at tage sin Tilflugt til Dr0mmenes
Verden. Og det maa vist her til Slut være tilladt at fremsætte en
saadan Dr0m:
Og draumurinn var að skipta í helminga öllum þeim handritum í
Árnasafni og í Konungsbókhlöðu sem um var deilt, þannig að annar
helmingurinn færi til Reykjavíkur, en hinn yrði eftir í Höfn. Skiptunum
skyldi hagað þannig, að handrit með jöfnum tölum í safnnúmeri færu
til íslands ásamt ljósmyndum af þeim sem yrðu eftir í Höfn, en handrit
með ójöfnum tölum í númeri yrðu eftir ásamt ljósmyndum af þeim sem
færu til íslands. Þetta var ekki hægt að taka alvarlega; hugmyndin um
skiptinguna og hvernig að henni skyldi staðið fór alveg með þessa til-
tölulega meinlausu grein, og íslendingar urðu höfundinum reiðari en
efni stóðu til. En þótt hugmyndin um aðferð við skiptingu handritanna
væri vitlaus er vert að taka upp þessa klausu úr greininni:
Og det ideelle Indhold i Drpmmen er, at der skabes bedre Vil-
kaar for Udpvelsen af islandsk Filologi. Denne Videnskabsgren
bliver nu ikke afhængig af Konjunkturerne i et enkelt Land. Det
ene Lands Resultater vil uvægerligt opmuntre til 0get Indsats i
det andet Land, og derved vilde man unægtelig varetage de
omstridte Haandskrifters Tarv bedst. Og det er jo - bortset fra
alle nationale Prestigehensyn - Haandskrifternes Fremtid, Sagen
drejer sig om.
Ætli sá tími sé ekki kominn að við getum tekið undir þetta?
Mér er ekki kunnugt um hvað fór á milli háttsettra íslendinga og
Chr.W-N’s eftir að þessi grein birtist, en hitt veit ég, að eftir þetta sneri
hann algerlega við blaðinu og gerðist einn ákveðnasti andstæðingur ís-
lendinga í handritamálinu. Hann var skipaður formaður Árnanefndar
1962 og átti sinn þátt í því, eftir að lögin um afhendingu handritanna
voru endanlega samþykkt í danska þinginu 1965, að mál var höfðað til
að hnekkja þeirri samþykkt þingsins, og þegar það vannst ekki var
höfðað annað mál og krafist bóta fyrir þau handrit sem færu til íslands.
Þessum málaferlum lauk með dómi hæstaréttar Danmerkur 19. mars
1971, sem féll þinginu í vil.
Árið 1971 var skipuð fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um
skiptingu íslenskra handrita í Árnasafni og Konungsbókhlöðu milli Is-