Gripla - 01.01.1995, Síða 228
226
GRIPLA
lands og Danmerkur. Chr.W-N var ásamt dr. Ole Widding skipaður af
hálfu Dana í þessa nefnd sem var við lýði í hálfan annan áratug. Á
fundum nefndarinnar hélt Chr.W-N sig við bókstaf laganna, en í lögun-
um stendur að til íslands skuli fara handrit þeirra verka sem vitað væri
eða væri nokkurn veginn öruggt að hefðu verið samin eða þýdd af ís-
lendingum og þar að auki, eins og það er orðað á dönskunni: ‘ind-
holdsmæssigt alene eller i overvejende grad vedrprer Island og is-
landske forhold ...’ í þetta óljósa ákvæði lagði Chr.W-N svo þröngan
skilning, að t. d. handrit Egils sögu ættu að verða eftir í Danmörku,
vegna þess að Egils saga gerðist að meiri hluta utan íslands.
Þannig var Chr.W-N: Málafylgjumaður mikill, kunni vel að beita
rökum ef kappið hljóp ekki með hann í gönur, en átti til að vera ein-
strengingslegur. Hann var það sem Danir kalla rethaverisk í þeirri
merkingu, að hann hélt fast í það sem hann hafði einu sinni bitið í sig
að væri rétt, og þar varð honum ekki þokað um hársbreidd. Hann
hefði áreiðanlega orðið duglegur lögfræðingur.
Þessi lyndiseinkunn hans varð honum til mæðu og mótlætis fljótlega
eftir að hann varð prófessor við háskólann í Árósum (1957). Hann
hafði áður kennt fornnorræna málfræði við Hafnarháskóla. Gamlir
nemendur hans segja mér að hann hafi verið skýr kennari og að þessi
kennsla hafi átt vel við hann, enda hrein og klár lögmál að fást við. En
eftir að danskir stúdentar komust að því að þeir hefðu ekkert við forna
norrænu að gera og allra síst við fornnorræna málfræði, en vildu auk
þess ráða einhverju um það sjálfir hvað væri kennt, var naumast von á
góðu í samskiptum þeirra og Chr. W-N’s.
Hann einangraðist smám saman, fékk ekki nemendur og samvinna
við aðra kennara skilst mér að hafi verið stirð, nema við þá sem voru
álíka sérsinna og ósveigjanlegir og hann sjálfur. Lundin var þannig og
lífsviðhorf, að óhugsandi var að honum gæti samið við stúdenta um og
upp úr 1970 og þá háskólamenn sem stóðu fyrir byltingu í dönskum
menntamálum á þessum árum. Hann talaði ekki vel um þá. En hvað
sem því líður skulum við íslendingar láta hann njóta sannmælis. Hann
átti mikinn þátt í að koma á samnorrænum sumarnámskeiðum fyrir
stúdenta, sem hafa verið haldin til skiptis á Norðurlöndum síðan 1963,
og hafði við góðan orðstír veg og vanda af skipulagi þessara nám-
skeiða fram til ársins 1982. Einnig sá hann á árunum 1976-82 um sum-
arnámskeið íslenskra dönskunema í Danmörku, bæði frá háskólanum