Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 6

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 6
lyftistöng. Menningarstarf kirkjunnar er brúarsmíð, ómetanleg fyrir samfélag og menningu. Og þar á sér stað víxlfrjóvgun til blessunar og eflingar í kirkju og þjóðlífi. Kirkjutónlistarstefna kirkjunnar sem liggur fyrir Kirkjuþingi snertir eitt mikilvægasta svið iðkunar og þjónustu Þjóðkirkjunnar. Samstarf kirkju skóla hefur eflst á ný á undanfomum árum. Er það gleðileg þróun. Eg vil þakka hér forráðamönnum skólanna í landinu fyrir samstarf allt. Fræðslustefna kirkjunnar er eitt af viðfangsefnum þessa kirkjuþings. Kirkjan hefur fundið þörfina fyrir að móta sína eigin stefnu í fræðslumálum til ná enn betur utan um hið mikilvæga hlutverk að fræða hinn skírða um sannindi trúarinnar og þannig stuðla að þroska í trú. Og eins að ná til þeirra sem utan standa með fræðslu um meginatriði kristinnar trúar og siðar. Nútíminn kallar í sífellu til hins kristna einstaklings með nýjar spumingar á öllum stigum manniífsins. Markviss fræðsla er nær frá vöggu til grafar getur auðgað líf okkar og hjálpað okkur að takast á við viðfangsefni lífsins og jafnframt speglað þau í hinum kristna boðskap. Þá er gott að vera ekki einn og geta sótt stuðning í fræðslu og uppeldi hins kristna safnaðar. Þá hef ég margoft bent á í ræðu og riti á undanfornum árum nauðsyn þess að uppfræða enn betur um megingildi hins kristna siðar þegar við eins og aðrar þjóðar kynnumst í raun öðrum trúarbrögðum og framandi menningu. Gagnkvæm þekking er vænleg leið til að eyða fordómum og tortryggni og skapa skilning á jafht á þvi sem er líkt og ólíkt í öðrum trúarbrögðum og menningu. Skólum landsins ber ffumskylda að uppfræða böm í þessum efnum. Kristin fræði hafa víða látið undan síga í grunnskólanum og mikið vantar á að trúarbragðafræðum sé sinnt sem skyldi. Þjóðkirkjan vill vera bandamaður skólanna í þessum efhum. Hér er um menningararf og siðagrundvöll þjóðarinnar að tefla, og líka einhvem allra mikilvægasta þáttinn í því að hamla gegn ótta og fordómum andspænis framandi trú og siðum. Börnin í kristinni trú gegna bömin sérstöku hlutverki og er Þjóðkirkjunni brýn nauðsyn að taka tillit til þess í starfsemi sinni og þjónustu allri. Bömin þurfa að finna sig heima í helgidóminum, vera séð og til þeirra sé talað og á þau hlustað. Kennaraverkfallið hefur sett mark sitt á þjóðlífið og snertir flest heimili í landinu með einum eða öðrum hætti. Það að kennarar skuli enn og aftur fmna sig knúna að beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni er óþolandi. Vegna þess að það bitnar á þeim sem síst skyldi, skólabörnunum. Það er brýnt að fundin verði leið til að tryggja kennurum viðunandi kjör. Um það verða samningsaðilar og stjórnvöld að taka höndum saman. Með starfí skólanna er lagður grundvöllur að menntun og menningu, velferð og velmegun þjóðarinnar og þar má ekkert slaka á. Enn og aftur erum við minnt á að bömin hafa verið afgangsstærð í íslensku samfélagi, allt of oft afskipt og afrækt. Og við sem erum ein ríkasta þjóð í heimi, þar sem „allt veður í peningum“ ef trúa má umræðu fjölmiðlanna! Höfum við ef til vill misst sjónar á hinum raunverulegu verðmætum? Hér þurfum við hvert og eitt að horfa í eigin barm! Er ekki eitthvað að hvað varðar gildismat okkar sjálfra? Brýnt er að marka opinbera heildarstefna í málefnum barna og að vinna að víðtækri þjóðarvakningu. Það þarf ekkert minna til. Kannanir Ieiða í ljós að þriðjungur leikskólabarna er níu klukkustundir á dag í leikskóla. Það er langur vinnudagur fyrir 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.