Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 26

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 26
8. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um Kirkjuþingskosningar Tillaga þessi sem Kirkjuráð flytur er flutt til að kanna vilja Kirkjuþings til að endurskoða núgildandi kosningafyrirkomulag. Ljóst er að þátttaka leikmanna í kosningum til Kirkjuþings er ekki eins mikil og æskilegt má teljast í kosningum af þessu tagi. Þá hefur einnig verið gagnrýnt hversu mismunandi atkvæðisvægi er á bak við kjöma fulltrúa. auk þess sem sérþjónustuprestar em allir staðsettir í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en það skekkir mjög atkvæðisvægi og þátttöku presta þar almennt. Að öðru leyti er vísað til tillögunnar og greinargerðar með henni. 9. mál 2004. Tillaga að starfsreglum um Leikmannastefnu Kirkjuráð flytur tillögu þessa öðru sinni og hefur unnið að henni á grundvelli samþykktar Kirkjuþings 2003 eins og fram kemur framar í skýrslu þessari. Vísast til greinargerðar með tillögunni um frekari forsendur hennar og efni. 10. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um varðveislu- ogþjónustugildi kirkna og bœnhúsa Um er að ræða þingmannamál. 11. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um skipan prófastsdæma Eins og fyrr segir flytur biskupafundur tillögu um að kynntar verði heima í héraði tillögur um víðtæka sameiningu prófastsdæma landsins. Þeim verði þannig fækkað úr sextán í tíu. Hér er farin sú leið að byrja málsmeðferðina á Kirkjuþingi í stað þess að senda tillögur beint til umsagnar heima í héraði. Með því gefst kostur á að kanna vilja Kirkjuþings til breytinga á prófastsdæmaskipaninni. Ef vilji er fyrir hendi þá er unnt að setja málið í umsagnarferli og vinna það síðan áfram. 12. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um málsmeðferð á tillögum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdœma Kirkjuráð flytur tillögu þar sem lagt er til að Kirkjuþing sammælist um skilning á málsmeðferðaiTeglum á tillögum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Fram hefur komið á mörgum undanfarandi þingum að ferli þessara mála er mjög flókið og jafnvel umdeilt hvemig málsmeðferð skuli vera. Kirkjuráð telur brýnt að Kirkjuþing sammælist um skilning á málsmeðferðinni og setur því fram viðmið, byggð á Þjóðkirkjulögunum, starfsreglum og venjum sem skapast hafa. Kirkjuráð telur einnig til hægðarauka að hafa aðgengilegt yfiriit á einum stað um málsmeðferðina. Biskupafundur hefur fjallað um þetta og samþykkt fyrir sitt leyti. Kirkjuráð taldi heppilegra að setja fram viðmið í stað formlegra starfsreglna. Er rétt að mati ráðsins að láta reyna á þetta og athuga síðar hvort þörf er á samningu starfsreglna. 13. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um Skálholt og Hóla Árið 2006 eru 950 ár liðin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti og 900 ár frá stofnun biskupsstóls á Hólum. Tillaga um þetta er nú flutt á Kirkjuþingi. 14. mál 2004. Stofnskrá Guðbrandsstofnunar á Hólum Vígslubiskup á Hólum undirritaði reglur um Guðbrandsstofnun á Hólum á árinu. Undirritunin var með fyrirvara um samþykki Kirkjuráðs og Kirkjuþings, sbr. 59. gr. Þjóðkirkjulaga nr. 78/1997. Mál þetta er því flutt á grundvelli nefnds ákvæðis og mælir Kirkjuráð með því að Kirkjuþing samþykki tillöguna. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.