Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 26
8. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um Kirkjuþingskosningar
Tillaga þessi sem Kirkjuráð flytur er flutt til að kanna vilja Kirkjuþings til að endurskoða
núgildandi kosningafyrirkomulag. Ljóst er að þátttaka leikmanna í kosningum til
Kirkjuþings er ekki eins mikil og æskilegt má teljast í kosningum af þessu tagi. Þá hefur
einnig verið gagnrýnt hversu mismunandi atkvæðisvægi er á bak við kjöma fulltrúa. auk
þess sem sérþjónustuprestar em allir staðsettir í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en það
skekkir mjög atkvæðisvægi og þátttöku presta þar almennt. Að öðru leyti er vísað til
tillögunnar og greinargerðar með henni.
9. mál 2004. Tillaga að starfsreglum um Leikmannastefnu
Kirkjuráð flytur tillögu þessa öðru sinni og hefur unnið að henni á grundvelli samþykktar
Kirkjuþings 2003 eins og fram kemur framar í skýrslu þessari. Vísast til greinargerðar
með tillögunni um frekari forsendur hennar og efni.
10. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um varðveislu- ogþjónustugildi kirkna og
bœnhúsa
Um er að ræða þingmannamál.
11. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um skipan prófastsdæma
Eins og fyrr segir flytur biskupafundur tillögu um að kynntar verði heima í héraði tillögur
um víðtæka sameiningu prófastsdæma landsins. Þeim verði þannig fækkað úr sextán í tíu.
Hér er farin sú leið að byrja málsmeðferðina á Kirkjuþingi í stað þess að senda tillögur
beint til umsagnar heima í héraði. Með því gefst kostur á að kanna vilja Kirkjuþings til
breytinga á prófastsdæmaskipaninni. Ef vilji er fyrir hendi þá er unnt að setja málið í
umsagnarferli og vinna það síðan áfram.
12. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um málsmeðferð á tillögum um skipan sókna,
prestakalla og prófastsdœma
Kirkjuráð flytur tillögu þar sem lagt er til að Kirkjuþing sammælist um skilning á
málsmeðferðaiTeglum á tillögum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Fram
hefur komið á mörgum undanfarandi þingum að ferli þessara mála er mjög flókið og
jafnvel umdeilt hvemig málsmeðferð skuli vera. Kirkjuráð telur brýnt að Kirkjuþing
sammælist um skilning á málsmeðferðinni og setur því fram viðmið, byggð á
Þjóðkirkjulögunum, starfsreglum og venjum sem skapast hafa. Kirkjuráð telur einnig til
hægðarauka að hafa aðgengilegt yfiriit á einum stað um málsmeðferðina. Biskupafundur
hefur fjallað um þetta og samþykkt fyrir sitt leyti. Kirkjuráð taldi heppilegra að setja fram
viðmið í stað formlegra starfsreglna. Er rétt að mati ráðsins að láta reyna á þetta og
athuga síðar hvort þörf er á samningu starfsreglna.
13. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um Skálholt og Hóla
Árið 2006 eru 950 ár liðin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti og 900 ár frá stofnun
biskupsstóls á Hólum. Tillaga um þetta er nú flutt á Kirkjuþingi.
14. mál 2004. Stofnskrá Guðbrandsstofnunar á Hólum
Vígslubiskup á Hólum undirritaði reglur um Guðbrandsstofnun á Hólum á árinu.
Undirritunin var með fyrirvara um samþykki Kirkjuráðs og Kirkjuþings, sbr. 59. gr.
Þjóðkirkjulaga nr. 78/1997. Mál þetta er því flutt á grundvelli nefnds ákvæðis og mælir
Kirkjuráð með því að Kirkjuþing samþykki tillöguna.
24