Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 61
6. mál.
Tónlistarstefna Þjóðkirkjunnar
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Karl Sigurbjömsson
Stefha Þjóðkirkjunnar varðandi kirkjutónlist er sem hér segir:
1. Kirkjusöngurinn
• Styðja skal störf organista og kirkjukóra, unglingakóra og bamakóra sem mikilvægan
þátt í hefðbundnu helgihaldi og öllu kirkjulegu starfi.
o Hvetja skal organista og kóra til að taka virkan þátt í mótun helgihalds og
kirkjustarfsins.
o Organistar og kirkjukórar stuðli jafnframt að því að efla safnaðarsöng.
o Efla skal bamakóra sem mikilvæga leið í bamastarfi og trúaruppeldi.
• Leggja skal rækt við almennan söng safnaðarins.
o Þau sem vilja iðka og næra trú sína taki undir söng við guðsþjónustur og
annað samkomuhald í kirkjunni.
o Prestar og söngstjórar styðji almennan söng við kirkjuathafnir svo sem útfarir,
hjónavígslur, skímir og fermingar.
• Tónlist og textar samrýmist tilefni og umhverfi helgidómsins.
o Prestar og organistar bera ábyrgð á tónlistinni við allar kirkjuathafnir.
o Meginreglan sé sú að nota lifandi tónlist við athafnir kirkjunnar.
o Hvatt skal til ijölbreytni hljóðfæra við helgihaldið, einkum þegar böm og
fullorðnir úr söfnuðinum geta auðgað það með list sinni og gáfu.
o Textar séu yfirleitt á íslensku og hæfi tilefhi og umhverfi helgidómsins.
o Öll tónlist skal þjóna til uppbyggingar í söfnuðinum
o Kirkjutónlistin þjónar Orðinu.
• Við guðsþjónustur og annað helgihald skal að jafnaði nota Sálmabók kirkjunnar og
Handbók kirkjunnar.
o Nota má sálma og söngva utan Sálmabókar ef prestur og organisti eru
sammála um það.
o Við endurskoðun Sálmabókar og Handbókar, verði tekið mið af heildarstefnu
og starfsáherslum kirkjunnar svo og þróun mála í systurkirkjum og áherslu á
samfélagi hinnar almennu kirkju um allan heim.
o Aðgengilegar skulu vera t.d. á vefsíðum kirkjunnar, sem Qölbreytilegastar
útsendingar sálmalaga.
• Kirkjan leggur rækt við eigin hefðir og brúar jafnframt bilið milli þjóðlegra hefða og
kirkjulegra.
o Þjóðkirkjan leitast jafnt við að varðveita og nýta tónlistararfmn og styðja eftir
mætti nýsköpun í kirkjusöng, bæði texta og tóni.
• í samræmi við eðli guðsþjónustunnar er hún haldin hátíðleg með söng þar sem
söfnuðurinn allur er virkur.
o Frumskylda prestsins er að leiða guðsþjónustu safnaðarins í samstarfi við
sóknamefnd, organista og annað starfsfólk safnaðarins. Helgihald safnaðanna
á hverjum stað fer eftir kringumstæðum þeirra.
59